Fyrir löngu ljóst

Þessi afstaða Breta og Hollendinga er fyrir löngu ljós og hefur endurspeglast í einhliða áróðri þingmanna og riddara Samfylkingarinnar víðs vegar í þjóðfélaginu.

Til að setja punktinn yfir i-ið eru einu Sjálfstæðismennirnir sem fylgjandi eru samþykkt Icesave-frumvarpsins mestu Evrópusinnar flokksins.

Meirihluti Íslendinga vill ekki ganga í Evrópusambandið og alveg hreint ótrúlegt hvernig flokkur sem tæplega 30 prósenta fylgi hefur komið umsókninni að. Hefur það verið gert með kúgun og hótunum í garð Vinstri grænna, það hlýtur að vera augljóst þar eð eitt helsta stefnumál flokksins er andstaða við aðild.

Það er athyglisvert að sjá hvernig andstæðingar ESB skiptast í tvo hópa; frjálshyggjumenn og vinstrimenn.

Vinstri og hægri eru sameinuð í þessari afstöðu þar sem hin sameiginlega forsenda er ólýðræðislegt stjórnarfyrirkomulag sambandsins og afsal á fullveldi Íslands.


mbl.is Icesave ógnar ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband