Fullorðinn?

Í fréttinni er talað um að maðurinn sem skemmdarverkinu olli hafi verið fullorðin. Það má efast um að menn sem valda skemmdum á annarra eigum hafi nokkurn tímann fullorðnast. Lítilsvirðingin fyrir friðhelgi einkalífsins ríður ekki við einteyming.
mbl.is Sást skvetta málningu á húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

eyðileggingin sem þessi maður hefur valdið er aðeins dropi í hafið miðað við þann skandala sem Hreiðar Már Hefur valdið hann ætti ásamt Sigurði og öllum öðrum stjórnamönnum bankanna að fá 1000 vandarhögg á bert rassgatið á austurvelli

Steinar Immanúel Sörensson, 6.8.2009 kl. 21:55

2 identicon

Eigum við ekki bara að gefa skotleyfi á alla þó sem okkur kann að þóknast ekki? Vilja menn ekki bara afnema borgaraleg réttindi? Ég held að Immanúel hér að ofan ætti að hugleiða hvaða afleiðingar það hefði ef menn létu það óátalið að níðst sé á mönnum. Í því tilfelli sem hér um ræðir er líka vægast sagt umdeilanlegt hvort maðurinn hafi unnið nokkuð ólögmætt.

Sigga (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:54

3 identicon

Það kemur ekki á óvart að Frjálshyggjufélagið skuli standa vörð um glæpalíðinn sem kom landinu á kaldan klaka.

Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 09:15

4 identicon

Það er enginn að standa vörð um glæpalíð hér. Það sem er verið að benda á er að við njótum öll, ekki bara þú stefán eða steinar, ákveðinna grundvallaréttinda. Það er alveg sama hvað menn telja Hreiðar Má hafa gert af sér hann nýt sömu réttinda og við hin í samfélginu. Hafi hann gerst sekur um eitthvað sem er hugsanlegt þá er tekið á því fyrir dómstólum ekki á götunni.

Andri (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband