22.6.2009 | 11:55
Óskandi
Það væri óskandi ef vinstristjórnin hefði sig á brott. Aðgerðir hennar hafa fram til þessa ekki gert annað en vega að heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Nýir skattar bætast við svo að segja á hverjum degi, en stjórnin má ekki heyra á það minnst að skera niður ríkisútgjöld. Það væri óskandi að við stýrið settust menn sem hefðu betri skilning á högum fólks og fyrirtækja í landinu, en væru ekki fastir í fílabeinsturni vinstri-elítunnar.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Loksins er þá einhver annar en ég sem trúir því að Harry Potter er til í alvöru. Þá reddast þetta. En hvar er gaurinn ? Í Valhöll kanski ?
Finnur Bárðarson, 22.6.2009 kl. 17:47
Málefna-Finnur, holdgervingur röksemdafærslu vinstrimanna. Augljóslega "reddast" hlutirnir ekki ef Harry Potter er settur við völd.
Sammála mörgu í þessari færslu Frjálshyggjufélagsins. Þeir virðast vera þeir einu sem þora að gagnrýna þessa gengdarlausu eyðslu sem fram fer hjá hinu opinbera.
Ég fagna því að á þessum tímum séu til menn sem þora að sýna klærnar þegar skattahækkanir eru lagðar á borð. Af hverju eru engir frjálshyggjumenn á Alþingi til að stöðva þetta? Skora á ykkur að bjóða fram í næstu kosningum.
Atli Þór (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.