Þið getið þetta!

Allt gott um þetta framtak að segja enda ekki ríkisstyrkt. Hins vegar gefur inntak þessa gjörnings í tilefni kvennadagsins tilefni til íhugunar um stöðu kvenna og afskipti ríkisins af málefnum þeirra.

Væri ekki þjóðráð nú á tímum niðurskurðar að leggja niður stofnanir eins og jafnréttisstofu, konur virðast bara spjara sig ágætlega. Þarf ríkisvaldið að ákvarða kvóta fyrir konur eins og hverja aðra fiski- eða dýrastofna?

Með því að leggja niður jafnréttisstofu eina fengist um 100 milljón króna sparnaður árlega og með því að stíg skrefið til fulls og losa ríkisstofnanir við jafnréttisfulltrúa og bákn þeim tengd spöruðust hundruðir milljóna.

Athyglisvert dæmi um geigvænlega íhlutun ríkisvaldins í málefnum kvenna eða öllu heldur kvendýra má finna á heimasíðu Skotvís. Þar er minnst á lagagrein frá 1992 þar sem kveðið er á um  ákveðin kynjahlutföll hreindýrastofnsins.

Með Reglum um stjórn hreindýraveiða, nr. 76/1992 var í fyrsta sinn stefnt að því að móta kynja­hlutfallið í stofninum með veiðum.

Menn hljóta að spyrja sig hvert ríkisvaldið er komið ef það telur sig betur hæft en móðir náttúra að halda jafnvægi í vistkerfum.

Það erum því ekki bara við mennirnir sem verðum fyrir barðinu á ægivaldi ríkisins, líka dýrin.


mbl.is Fjallkonur halda upp á kvennadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þetta ekki hjarðdýr? Það er að segja eitt karldýr með fullt af kúm????

Hafsteinn (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 20:51

2 identicon

Sammála með alla þessa jafnréttisfulltrúa, óþörf störf, sérstaklega á krepputímum.

Hafsteinn, jú hreindýr eru hjarðdýr og eins og þú segir eitt karldýr með nokkrar kýr. Þannig á það að vera og þannig vill náttúran hafa það, ríkisvaldið þarf ekki að jafna nein hlutföll í þeim efnum.

Jón Þór (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband