18.6.2009 | 23:58
Blautur draumur vinstrimanna
Sósíalismi er stundum þýtt sem stjórnlyndi á íslensku og er það réttnefni. Vinstrimenn eru nefnilega í grunninn andstæðingar einstaklingsfrelsis. Þeir vilja hafa stjórn á almenningi eða öllu heldur hafa vit fyrir almenningi. Almenningur gæti farið sér að voða með sykuráti.
Hið opinbera á ekki að hafa skoðanir á því hvað sé hollt og hvað sé gott. Það er einstaklinganna sjálfra að taka upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim sjálfum fyrir bestu. Við sem unnum frelsi viljum fá að stjórna lífi okkar sjálf án afskipta ríkisins.
Nú er til sýninga í kvikmyndahúsum borgarinnar myndin The Boat that Rocked. Hún fjallar um hóp manna sem settu á laggirnar útvarpsstöð á sjóunda áratugnum í Bretlandi í togara úti fyrir tólf mílna landhelginni, en á þeim tíma hafði breska ríkisútvarpið einkaleyfi á útvarpsútsendingum. Stjórnvöld í Lundúnum kepptust við að klekkja á frjálsu útvarpstöðinni og einna af forsprökkum stöðvarinnar er látinn mæla gullvæga setningu: The Government hate people being free.
Það eru orð að sönnu. Íslenskir vinstrimenn allra flokka börðust gegn því að almenningur fengi að njóta frelsis til rekstrar ljósvakamiðla og lögðu bann á sölu áfengs öls. Sömu menn vilja ekki að fólk geti keypt áfengi í matvöruverslunum og vilja stjórna annarri neyslu landsmanna. Fyrirlitning vinstrimanna á almenningi skín í gegn.
Skattur á kex og gos í 24,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkir útúrsnúningar og rangfærslur í þessari færslu... að segja að vinstri menn fyrirlíti almenning... haldið þið virkilega að einhver kaupi þessa dellu í ykkur ?
Þið eruð líka að verða svo leiðinlegir og neikvæðir að það ætti að setja 24,5% skatt á ykkur líka...
Brattur, 19.6.2009 kl. 00:52
ríkisstjórnin verður að hafa vit fyrir okkur almenningi... við gætum farið okkur að voða ef tóbakið og/eða eldsneytið yrði ódýrara.
hálf nöturleg lífsskilyrði sem við búum við hér á landi ... ætli maður fari ekki að flytja út bara...
skattur á kex og ávaxtasafa
...hvað næst skattur á kranavatn ?
ThoR-E, 19.6.2009 kl. 12:27
Það er aðeins verið að hækka VSK stigið á gos, kex og sælgæti úr 7% í 24,5% eins og það var fyrir 1.mars 2007... þá fannst mér það rangt að lækka VSK á þessum flokkum... það ætti nú ekki allt að verða vitlaust út af þessu núna...
Brattur, 19.6.2009 kl. 12:34
Tetta eru ekki utursnuningar heldur ord ad sonnu. Svo er nu svoldid fyndid ad heyra vinstri komma kalla venjulegt folk leidinlegt.
Thordur (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:31
Allir flokkar landsins hafa sömu tilhneigingu til þess að tilhlutast um einkmál einstaklinga, það er ekkert nýtt. Sósíalismi er illa þýtt með orðinu stjórnlyndi, nema þá í afmörkuðum skilning. Stjórnleysingjar eru margir sósíalistar, þeir sem oftast kalla sig anarkista. Sama hversu vitlausa menn álíta slíka lífspeki er augljóst að það gengur ekki að kenna stjórnleysingja við stjórnlyndi.
Zaraþústra, 22.6.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.