Öllu fórnað

Ríkisútvarpið flutti nú í kvöldfréttum þjóðhátíðarkveðjur vinstriflokkanna, sem ákváðu að lúffa í einu og öllu fyrir Bretum og Hollendingum - sem var auðvitað nauðsynleg forsenda þess að loka Ísland inni í Sambandsríki Evrópu. Á dögum þegar mikið er spurt um hagsmunatengsl stjórnmálamanna er rétt að spyrja hver séu tengsl samfylkingarmanna við Evrópusambandið. Hversu mikla fjármuni og liðveislu hefur Samfylkingin þegið frá Evrópusambandinu? Það er auðsætt að vinstriflokkarnir eru tilbúnir að leggja allar eigur íslenska ríkisins undir svo landinu verðir komið í sambandið. Það eru nöturlegar fréttir á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar, sem barðist ekki einasta fyrir frelsi þjóðar - heldur ekki síður fyrir frjálsum viðskiptum. Hann var sannur Íslendingur, sannur frjálshyggjumaður. Það eru slíkir menn sem þjóðin þarfnast á vorum dögum.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem það er þráhyggjupilsfaldakapítalistinn Gísli Freyr eða Hjörtur J. sem skrifa hér í nafni viðbjóðsins að þá fagnar heimurinn falli frjálshyggjunar og fæðingu nýja frelsisins sem felst í jöfnuði og því sem heimska ykkar hefur aldrei kunnað að viðurkenna - réttlætis!

Kapítalismisminn er dauður - lifi jöfnuður og réttlæti á Íslandi um aldir alda í nafni landsföðursins Jóns Sigurðssonar.

Left power (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 00:51

2 identicon

Sá sem titlar sig "Left power" boðar væntanlega sósíalisma, úr því hann hafnar kapítalisma. En réttlæti fær ekki þrifist nema við kapítalískt þjóðskipulag - þjóðskipulag þar sem einstaklingurinn fær notið sín og einstaklingunum og félögum þeirra er búið frelsi til athafna. Slíkt er ekki í boði við sósíalískt þjóðskipulag. Efni þessa pistils kemur án efa illa við margan vinstrimanninn. Þeir hafa verið afhjúpaðir. Þeir vilja ekki einasta leggja fjötra á íslenska alþýðu, heldur ætla þeir að leggja drepa sjálft íslenska lýðveldið í dróma með útlendri áþján. - Sósíalisminn er sú hin skæðasta ógn sem stafar að mannkyni.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband