Versluninni rústað

Borgaryfirvöld virðast endanlega hafa tekið ákvörðun um að rústa verslun við Laugaveginn. Fólk vill geta komist á eigin bílum að verslunum miðbæjarins, ef það er ekki hægt þá fer fólk bara eitthvað annað.

Þetta minnir á það þegar Reykjavíkurborg keypti húsin að Laugavegi 4-6. Þá sagði einn af borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að sú starfsemi sem var í húsunum hefði alveg mátt missa sín - í stað verslana kæmi "menningarstarfssemi". Það er hryggilegt að kjörnir fulltrúar í borginni skuli ekki hafa meiri skilning á gildi atvinnustarfseminnar í borginni og beinlínis tala í niðrandi tón um fyrirtæki. Í umræddum húsum voru löngum rógrónar verslanir.

Vel reknar verslanir veita fólki atvinnu og skapa borginni margvíslegar tekjur. Flest ættum við líka að geta sammælst um gildi þess að í miðborg Reykjavíkur sé fjöldi verslana og miðbærinn geti þannig verið raunverulegur miðbær - verslunarkjarni. Borgaryfirvöld virðast hins vegar hafa meiri áhuga á húsum og keppast við að vernda sérhvern hundakofa í miðborginni. Þeim er þetta ritar þykir mun vænna um atvinnustarfsemina en húsin. Hvað varð til að mynda um Reykjavíkurapótek? Fjölmargir Reykvíkingar sakna þess, en ætli þeim sé ekki flestum nokk sama um húsið. Starfsemin í húsunum hefur mun meira gildi en húsin sjálf.


mbl.is Laugavegurinn verði göngugata í góðu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er verslunin ónýt á strikinu?

 Nei, og þó sjáum við enga bíla þar.

Getur það verið?

Óskar Steinn Ómarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:41

2 identicon

Augljóslega þarf að hleypa bílaumferð á Kringluna og Smáralind til örva verslunina þar. Það er óþolandi að þurfa að labba að búðunum þar.

Bjarki (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:43

3 identicon

Verslun lognaðist af í Austurstræti þegar henni var breytt í göngugötu. Verslunareigendur í miðborginni þekkja það vel af eigin raun að verslun er nánast engin þá daga sem gatan er lokuð. Samlíkingar við Strikið og Kringluna eiga ekki við. Kringlan er yfirbyggð verslanamiðstöð og Strikið er göngugata í raunverulegum miðbæ með fjölda verslana. Það er engin "gangandi traffík" á Laugaveginum líkt og á Strikinu. Fólk leggur flest þangað leið sína þangað gagngert í tilteknum verslunarerindum. Ef það fær ekki stæði nærri versluninni þá fer það bara annað. Þetta er hinn bitri sannleikur þessa máls, sem er erfitt að koma borgaryfirvöldum í skilning um sem virðast bara búa í einhverju leikfangalandi, tyrfandi Lækjartorg, láta sig dreyma um "léttlestir". Þeir virðast vera fastir í einhverjum draumórum.

Hreinn (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:53

4 identicon

"...og Strikið er göngugata í raunverulegum miðbæ með fjölda verslana."

Sem Laugavegurinn getur aldrei orðið ef haldið er í bíladekrið. Laugavegurinn getur aldrei keppt á forsendum verslunarmiðstöðvanna þannig að það á bara að hætta að reyna það. Sama þó að kaupmenn kvabbi.

Bjarki (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband