Drepum niður allt þor og áræði

Vinstristjórnin keppist við að fjötra landsmenn, enda geta vinstrimenn ekki unað mönnum að hafa góð laun og hafa aldrei gert. Það vissu allir fyrir kosningar að þeir myndu hækka skatta svo um munaði. Það er líka mikill alræðisstíll á því að una engum að hafa betri tekjur en forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir hefur orðið að athlægi úti um heim. Lokar sig af og talar ekki við útlenda blaðamenn. Á sama hátt hefur allsherjar leyndarhyggja tekið völdin í stjórnkerfi landsins að hætti austrænna alræðisstjórna.
mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Óskir um önnur úrræði til að greiða niður skuldir tilkomnar vegna fjárglæframanna, frjálshyggju og lífsgæðakapphlaups undangenginna áratuga óskast!

Hvaða hugmyndir hefur þú ef ég má spyrja?

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 13.6.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Við bíðum.

Andrés Kristjánsson, 13.6.2009 kl. 21:58

3 identicon

Loka nokkrum sendiráðum, selja önnur og jafnvel hætta með forsetan sem er algjörlega úrelt embætti. Síðan þarf að fara í gegnum allt opinbera kerfið, skera mikið niður enda hefur það verið að bæta um 1000 nýjum starfsmönnum á ári. Síðan má hætta með þessi listamannalaun sem eru náttúrulega fáránleg og stoppa byggingu tónlistarhúsins sem mér finnst perónulega fáránleg framkvæmd á þessum tímum. Síðan mætti fækka þingmönnum enda bara fyndið að horfa á þá í sandkassaleik á þinginu, segja upp aðstoðarmönnum, skera niður hlunnindi eins og bíla ráðherra, ferðakostnaður er mikið misnotaður, taka bíla af útvarpsstjóra og fleiri forstjórum o.s.frv.

Það hefur verið svakalegt bruðl líka í opinbera kerfinu undanfarin ár og það hefur þanist út eins og ófreskja. Það verður að fara í gegnum það og skera mikið niður. Síðan getum við sparað t.d. með því að senda ekki forsetan á smáþjóðaleikana, utanríkisráðherra á einhvern fund um varnarmál og taka ekki þátt í því, það er ekki ókeypis og ég efast stórlega að það sé verið að fara að ráðast á okkur. Össur getur líka sleppt því að skreppa á Möltu, margt smátt gerir eitt stórt.

Síðan þarf að hafna Icesave samningnum, fara með málið fyrir dómstóla og hætta að slefa á eftir ESB. Við eigum ekki að koma skríðandi þangað, held að það sé ekkert verra en skríðandi þjóð. Verðum að taka til hérna fyrst og síðan skapast jafnvel forsendur fyrir aðildaviðræðum (þó ég persónulega hef engan áhuga á ESB). 

 Þetta eru bara nokkur dæmi sem mér dettur í hug í fljótu bragði sem tengjast ekki því að bæta við byrgðir heimilanna því að staðreyndin er einfaldlega sú að fólk með háar tekjur eru yfirleitt með hærri greiðslubyrgði þannig að þetta lagar allavegana ekki neitt.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:11

4 identicon

Alllt þetta sem þú nefnir mundi bara spara nokkur hundruð miljónir. Kannski 1,5miljarða,þó efa ég það. Eftirlitsleysi ríkisns,græðgi og fífldirfska nokkura fávita kom okkur í þá stöðu sem við erum í. Því miður

óli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:27

5 identicon

Skilja að ríki og kirkju: 3-4 milljarðar

Hætta að ríkisreka "einkarekna" háskóla: ca. 4 milljarðar

Breyta landbúnaðarkerfinu, lækka/afnema ríkisstyrki í landbúnaði, lækka/afnema innflutningshöft á matvælum og hafa alvöru samkeppni á matvælamarkaði: 15-20 milljarðar + verðtryggð lán myndu lækka.

Þetta er það sem mér dettur í hug svona fyrst um sinn.

Gummi (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:52

6 identicon

The Flat Earth Society is not in any way responsible for the failure of the French to repel the Germans at the Maginot Line during WWII. Nor is the Flat Earth Society responsible for the recent yeti sightings outside the Vatican, or for the unfortunate enslavement of the Nabisco Inc. factory employees by a rogue hamster insurrectionist group. Furthermore, we are not responsible for the loss of one or more of the following, which may possibly occur as the result of exposing one's self to the dogmatic and dangerously subversive statements made within: life, limb, vision, Francois Mitterand, hearing, taste, smell, touch, thumb, Aunt Mildred, citizenship, spleen, bedrock, cloves, I Love Lucy reruns,

Bullshit? Bullshit.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:56

7 identicon

Jóhanna er so góð við gamla fólkið og öryrkjanna. Hún er ´heilög Jóhanna. Vei ykkur sem talið illa um Jóhönnu! Nú er hún að hreinsa til eftir sjálfstæðisflokkinn og útrásarvíkingana sem vöðuðu um allt á skítugum skónum.

Sigga (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:52

8 identicon

Ef ríkisstjórnin afnemur verðtrygginguna þá sparar hún tugi milljarða í afborganir af lánum!!!

halli (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 00:32

9 identicon

svar til Eddu Björk Hafstað Ármannsdóttur : Ganga á eignir auðmanna og borga skuldirnar sem þeir stofnuðu til þannig! Einfaldara getur það ekki verið.

Valdi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 08:09

10 identicon

Vill benda fólki á eitt ... Maður skítur á gólf í húsi í eigu almennings komið þið og bjóðist til að þrífa upp eftir andskotann ? nei auðvitað ekki ... Þau eru ekki að þrífa skítinn eftir sjálfstæðismenn það er bara kjaftæði, þaðeina sem þau vilja er að hafa völdin í landinu hjá sér en ekki andstæðingnum það sést vel hér þegar heimilum blæðir út og einu sem standa eftir vel stæðir eru útrásarvíkingar með illa fengið fé!

Eignir bankanna eiga að vera seldar ekki seinna en í gær , Eignir mannana eiga að vera teknar í vörslu ríkisins (sem síðast þegar ég vissi var í eigu almennings!) og peningarnir sem koma af þessu verða notaðir til að greiða upp skuldir og ef það dugir ekki til þá má skoða að semja um það sem við eigum að borga! Icesave er ekki eitt af því!

Valdi (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 08:16

11 identicon

Já, í Guðanna bænum drepum niður allt þor og áræði forréttindahópa síðastliðinna áratuga. Þeir hafa þegar spilað út og hafa séð um það hjálparlaust!!!

Hvernig væri að stofna fríríki frjálshyggjunnar í Kópavogi þar sem bananinn væri/ er í hávegum hafður. Kópavogur er samnefnari fyrir spillingarbæli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í hnotskurn. 

Þar gætu frjálshyggjuanarkistarnir grætt hver um annan þveran skattlausir. Almenningi í landinu að meinalausu.

Jónína Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:41

12 identicon

Koma auðlindum landsins, vatni ,fiski, orku, öllum í einkaeigu.  Að sjálfsögðu án afgjalds til að íþyngja ekki frjálsu framtaki.  Með þessu móti hljóta molar að hrökkva af borðum eigandanna góðgjörnu sem nægja fyrir flatskjám og góðu rauðvíni fyrir pöpulinn..

Er þetta ekki einhvernveginn svona.

marco (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:20

13 identicon

Leggja af fæðingarorlof feðra, loka sendiráðum, legga niður ríkiskirkjuna, leggja niður umferðarstofu, embætti forseta íslands og fleiri puntustofnanir. Þetta er ekki eins flókið og fólk heldur. Með þessu móti væri hægt að láta þá sem minna mega sín og millistéttina í friði.

Arngrímur (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 18:03

14 identicon

Arngrímur - hvernig er Umferðarstofa puntustofnun? Það þarf allavega einhverskonar batterí til að sjá um skráningu og gefa út skráningarnúmer.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 19:39

15 identicon

Steingrímur. Hvernig getur einhver verið "svo heppnir að fá meira en 700 þúsund á mánuði"? Dæmigerður hugsunarháttur vinstrisinna sem trúa ekki á einkaframtak og telja að hátekjufólk sé bara fætt í stöðu sína. Þeir sem eru með 700.000 kr á mánuði hafa unnið fyrir því með þrotlausri vinnu og áræði. Það fær enginn 700.000 nema einhver sé tilbúinn að greiða honum þá upphæð vegna þeirra verðmæta sem hann/hún skapar. Við erum ekki fædd með ákveðnar tekjur heldur eru tekjurnar bara ávinningur af þeim verðmætum sem við sköpum samfélaginu. Og með því að taka meiri hluta ávinngingsins af fólki minnkar mjög hvatinn til að skapa verðmæti fyrir samfélagið en aldrei höfum við jafn mikið þurft á þeim hvata að halda og akkurat í dag.

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:55

16 identicon

Það er viðurkennd hagfræðilegt lögmál að því hærri sem tekjuskattur er því meira verður af undanskoti og því minna er fólk til í að vinna. Þú setur þetta fram sem 24.000 kr meira fyrir mann með milljón á mánuði en það er ekki málið. VIð þurfum að horfa á jaðaráhrifin. Segjum sem svo að ég hafi unnið mér inn 50.000 kr í þessum mánuði og sé með 1000 kr á tímann. Ef ég á að velja hvort ég vinni einn tíma í viðbót hugsa ég sem svo að jaðarskatturinn sé enginn og því fái ég 1000 kr í tímakaup (fyrir utan það sem ég er neyddur til að borga í lífeyrissjóð þó mannkynið verði búið að eyða sér áður en ég fer á eftirlaun).

 En ef ég er búinn að vinna mér inn upp að skattleysismörkum þá mun ég aðeins fá um 630 krónur í tímakaup. Og ef ég er þegar kominn með 700.000 kr fyrir mánuðinn mun ég aðeins fá 550 kr. Þú getur því vel séð að hvati hvers sem er til vinnu mun minnka mjög. Til hvers að leggja meira á sig þegar maður fær ekki að sjá nema hluta af ávinningnum. Það hljómar mjög fallega að allir eigi að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og ekki hugsa alltaf um eigið rassgat. Málið er einfaldlega ekki svona einfalt, Vladimir Lenín og félagar reyndu þetta og það gekk ekki. Það væru fáir til í að vinna kauplaust fram á kvöld til að borga skatta í stað þess að vera heima með fjölskyldunni eða úti með vinunum.

 Annars er mjög einfalt að spara 20 milljarða af fjárlögum. Ríkisstyrkir til landbúnaðar á að leggja af (ca. 7 milljarðar), leggja niður alla styrki til menningarmála, leggja niður embætti forseta Íslands, loka sendiráðum og ræðismannaskrifstofum. Þetta eru bara einföldustu mögulegu aðgerðir sem mundu ekki vega að velferðarkerfinu. Sérfræðingar geta örugglega fundið mjög margar leiðir til að auka hagkvæmni í opinbera geiranum svo hægt væri að spara mikla fjármuni innan mismunandi stofnana, sameina aðrar eða leggja niður. Og til langframa mætti leggja niður tekjuskatt og reiða sig á virðisaukaskatt (sem skilar lagstærstum hluta tekna ríkisins hvort sem er). Og leggja niður styrki til þróunaraðstoðar og í staðinn afnema tolla og innflutningsgjöld. Það væri betra fyrir þriðja heiminn, neytendur á Íslandi sem og ríkið.

Steinn Halldórsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 12:06

17 Smámynd: Gammurinn

Steingrímur, þeir fjötrar sem fyrri stjórn skildi eftir sig (og þú kallar ranglega hægristjórn) eru e.t.v. alveg jafnmiklir en það réttlætir ekki að setja slíka fjötra á nú.

Nú er lag að bæta úr gjörðum sósíaldemókratísku mistökum Sjálfstæðisflokksins. Í hans tíð var engin frjálshyggja praktiseruð. M.a. voru skattar hækkaðir og stærstu fyrirtæki landsins, þ.m.t. bankarnir rekin með geysiháum ríkisábyrgðum.

Ríkisábyrgðirnar voru megin orsök þeirra fjötra sem fyrrverandi stjórn skildi eftir sig og nú er því lag að gera þar breytingu á.

Gammurinn, 20.6.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband