11.6.2009 | 11:16
Ofbeldi Vinstri grænna
Það er orðið löngu tímabært að ríkissaksóknari láti rannsaka þátt ýmissa forystumanna Vinstri grænna í skrílslátunum í vetur sem leið. Það má ekki gleymast í þessu sambandi að margir af forkólfum þessa flokks eru vel lesnir í marxískum fræðum - byltingu með ofbeldi. Eftir að minnihlutastjórnin komst á laggirnar þögnuðu mótmælin, enda voru þau þaulskipulagt áróðursbragð sósíalista, sem réðust með ofbeldi gegn lögreglu og vildu uppræta lýðræðislega kjörið Alþingi. Þeim varð líka að ósk sinni og almenningur þarf nú að sæta síhækkandi sköttum og æ verri kjörum.
Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta var nú aldeilis málefnalegt Arnar Helgi!
Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:42
Frjálshyggjumenn, viljið þið þá útskýra fyrir mér hvað átti sér stað þegar ég horfði upp á lögreglumann nærrum því hálsbrjóta vinkonu mína í janúarmótmælunum?
Hvað er það með ykkur hægri-"frjáls"hyggjumenn að lofsama ofbeldisverk lögreglunnar í hvívetna og fordæma öll viðbrögð réttláts fólks við þeim?
Atli (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:18
Þú ættir kannski að lesa marxísk fræði áður en þú ferð að tjá þig um þau vitleysingurinn þinn.
sól, 11.6.2009 kl. 12:40
Þið mættuð líka kynna ykkur frjálshyggju því Frjálshyggjufélagið á lítið skylt við frjálshyggju. Þessi skrif líkjast frekar nýfrjálshyggju sem er allt annar hlutur og hefur líka verið kallaður bushismi.
Rakel (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:56
Skæru bloggliðar VG eru greinilega mættir til að verja foringjana. Allir heilvita menn vita að Álfhildur og félagar skipulögðu þessi mótmæli. Þau kvikna ekki undir að nota ofbeldi til að ná annarlegum málstað sínum í gegn. Hræsni mótmælenda fyrir jól er orðin bersýnileg.
Kári (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:52
Atli, var vinkona þín að tína blóm? Braust hún ekkert á móti?
Já, ég er fyrstur til að viðukenna að lögreglan hefur örugglega gengið of hart fram í sumum tilvikum en áttaðu þig á aðstæðum! Ef ég hefði verið á staðnum, grýtandi grjóti eða ekki þá er mér það algjörlega ljóst að sá möguleiki er fyrir hendi að eitthvað geti hent mig.
Myndir þú hlaupa yfir teina þar sem að lest væri aðsvífandi án þess einu sinni að detta það til hugar að hún gæti lent á þér????
Nei, það er sjaldan sem fólk sér fram fyrir nef sér.
Ellert Júlíusson, 11.6.2009 kl. 15:15
Voru þetta sem sagt ekki mótmæli við Fríkirkjuveg 11 í vikuni??? og það eru væntanlega engin mótmæli niður við Austurvöll í þessum skrifuðu orðum??? nei asskotin nóg er um mótmæli þessa daganna og er ég nokk viss á því að VG standi nú ekki á bak við þau, enda er verið að mótmæla aðgerðum þeirra.
ísak (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 15:56
Þú ert nú bara bjáni í hæsta gæðaflokki. Fyrst þú ert svona vel lesinn um marxísk fræði þá ættirðu að vita að Marx var fyrst og fremst heimspekingur en ekki stjórnmálafræðingur og því mikil bábilja að vera að kenna einhvern flokk við þau fræði. Einnig eru þeir aktívistar sem standa að mestu bakvið flest (ef ekki öll) mótmælin anarkistar og enn meiri bábilja að vera að kenna þá við einhvern flokk.
smeppi (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:45
Gaman að þessu .
Í raun er fullyrðingar þínar svo broslegar að ég er farin að halda að hér séu "Vinnstri" grænir á ferð að varpa rírð á hægri menn. EÐa nei... þeir sem hafa annað borð sterka tilhneigingu að bendla sig við hægri mennsku eru hrjáðir siðblindu. Það er ekki við þannig fólk ræðandi og eina sem það gerir er að kasta röklausum skítköstum á þá sem þeir kalla politíska andstæðinga sem engin fótur er fyrir.
Brynjar Jóhannsson, 11.6.2009 kl. 17:09
Já Brynjar, þeir sem eru hægri menn eru hrjáðir siðblindu. Góð alhæfing. Hverjir eru það sem kasta "röklausum skítköstum" á pólítíska andstæðinga aftur?
Kári (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 17:22
Fyndið að hér sé verið að væna hægri menn um skítkast. Færslan færir fram ákveðna skoðun, og rök fyrir þeirri skoðun. Svörin eru eftirfarandi:
Kreppukarl: Kallar þann sem ritar færsluna landráðafífl, og hótar honum.
Sól: Vænir þann sem ritar um að hafa ekki kynnt sér marxísk fræði og kallar hann vitleysing. Raunar virðist sem að hún hafi sjálf ekki hugmynd um hvað felst í þeim, því að þau boða nákvæmlega það sem ritari færslunnar segir: Blóð og ofbeldi.
Rakel: reynir að gera lítið úr síðuhöldurum með því að tala um "nýfrjálshyggju", fyrirbæri sem hvergi er til nema í hausnum á forkólfum Vinstri-Grænna.
Smeppi kallar ritara færslunnar bjána, og kemur síðan með hundalógík um það hvers vegna það sé rangt að kenna stjórnmálastefnu við marxisma. Ekki það að fjölmargir stjórnmálaflokkar í gegnum tíðina hafa kennt sig og stefnu sína við Marx, og heilu þjóðfélögin skipulögð eftir hugmyndum hans. Nei, bjánarnir skilja ekki að Marx var bara heimspekingur!
Og að sjálfsögðu Brynjar, sem líkt og Kári benti á fullkomnaði eigin hræsni með alhæfingu um að hægri menn væru siðblindir, án þess að færa nein rök fyrir, og vændi þá svo um að kasta "röklausum skítköstum".
Ef þessi umræða er táknræn fyrir andann í íslensku þjóðfélagi, þá er ekki að furða að allt sé að fara til fjandans á Íslandi!
Adam Smith (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.