Almennt um innistæðu'tryggingar'

Icesave-lögin eru sennilega heitasta málið í umræðunni í dag og skal engan undra. Um það er deilt hvort og hvernig aðkoma skattgreiðenda eigi að vera að töpuðum innistæðum í gjaldþrota bönkum, innlendum og erlendum. Þetta er flókið umræðuefni enda er regluverk bankanna vægast sagt illskiljanlegt og þar að auki bætast pólitísk inngrip við, en um þau má endalaust deila sama hvar sem þau eiga sér stað.

Á endanum mun málið verða leitt til lykta með einum eða öðrum hætti, með eða án þátttöku skattgreiðenda, en vonandi tekst að hlífa skattgreiðendum og almenningi við því að bjarga tæknilega gjaldþrota bankakerfi frá óumflýjanlegu gjaldþroti sínu.

Hver verður svo lexían, þegar hamagangurinn er genginn yfir? Verður hún sú að binda þurfi þátttöku skattgreiðenda í gjaldþroti gjaldþrota banka í lög, t.d. með beinni og yfirlýstri og lagalega bindandi ríkisábyrgð á bankainnistæðum? Vonandi ekki.

Verður lexían sú að aðskilja þurfi bankarekstur og ríkisvald að fullu og þannig að aðkoma ríkisins að gjaldþrota bönkum verði beinlínis bönnuð í lögum, sama hvað gengur á? Vonandi það.

Innistæðu"tryggingar" eru mótsögn í sjálfu sér og orðið "trygging" á raunar ekki heima í samhengi við innistæður í bankakerfi þar sem allir bankarnir eru í raun gjaldþrota en starfa engu að síður í skjóli ríkisvaldsins og seðlabanka þess. Eða með orðum Rothbard (feitletrun mín):

But if no business firm can ever be "insured," how much more is this true of a fractional-reserve bank! For the very essence of fractional-reserve banking is that the bank is inherently insolvent, and that its insolvency will be revealed as soon as the deluded public realizes what is going on, and insists on repossessing the money which it mistakenly thinks is being safeguarded in its trusted neighborhood bank. If no business firm can be insured, then an industry consisting of hundreds of insolvent firms is surely the last institution about which anyone can mention "insurance" with a straight face. "Deposit insurance" is simply a fraudulent racket, and a cruel one at that, since it may plunder the life savings and the money stock of the entire public.

Lexían af bankahruninu og Icesave-deilunni getur aðeins verið sú að banka og ríkisvald þurfi að aðskilja með öllum tiltækum ráðum. Ef það verður ekki gert þá er ljóst að skattgreiðendur geta aldrei vænst þess að losna við ábyrgðir á áhættusækni og stöðutökum banka og viðskiptavina og lánadrottna þeirra, hvort sem það er með pólitískum inngripum eða beinni lagasetningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband