22.11.2010 | 09:26
Fjárfestar hraktir frá landinu
Stjórnvöld eru söm við sig og gera allt hvað þau geta til að halda fjárfestum frá landinu. Svo virðist sem hæstbjóðendur í Sjóvá hafi fengið ósanngjarna meðferð hjá Seðlabankanum, sem fer með hlut ríkisins í tryggingafélaginu. Málsmeðferð Seðlabankans er með slíkum endemum að hún krefst rannsóknar Fjármálaeftirlitsins.
Þetta mál bætis við fjölmörg önnur þar sem stjórnvöld, knúin áfram af andúð við erlent fjármagn, keppast við að hrekja erlenda fjárfesta frá landinu. Nú er mál að linni. Íslendingar eru dæmdir til fátæktar um framtíð ef lokað er fyrir straum fjármagns erlendis frá
Segja sig frá kaupum á Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mjög ánægður með ykkar færslu. Við erum í heljargreipum hafta og miðstýringar. Þið verðið að kynna ykkar málstað betur t.d. í blöðunum. Hárin risa við að fylgjast með þessu ástandi og inngripum miðstýringarvaldsins. Og ekki nóg með að þeir skipti sér af fjármálageiranum, t.d. með því að láta ríkisbankann halda uppi 365, heldur vilja þeir nú skipta sér af dómsvaldinu líkt og gerðist í Sovét. Staðan er grafalvarleg!
ólafur m. jóhannesson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:08
Hver er upphaflega orsökin ? Hver er þessi fjármálageiri ? Eru það ekki flestir þessir sóðakarlar/konur sem orsökuðu hrunið í upphafi, og stafa ekki höftin af þessum mikla fjármálageira sem ekki fær að leika sér með gjaldeyri ains og áður.
Í upphafi skal endir skoða.......
J.þ.A. (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:57
Bleiki madur,
Tessi roksemdafærsla tin gefur i skyn ad tu hættir ad borda ef tu hefur bitid tig i tunguna.
Tad er hægt ad finna margar soguskyringar a sama endinum.
En hættu bara ad borda og profadu hvernig tad endar... :)
jonasgeir (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 11:24
Þvæla í ykkur eins og vanalega. Hugmyndafræði ykkar leiddi hörmungar yfir þjóðina. Svo koma drullusokkar eins og Heiðar Már og slátra gjaldmiðli þjóðarinnar viljandi. Það síðasta sem þjóðin á skilið er að ræsisrottur af hans kaliberi sölsi undir sig stórfyrirtæki út úr brunarústunum sem hann á þátt í að hafa búið til. En ykkur frjálshyggjupostulum er alveg sama, jafnvel þó "græða á dagiinn og grilla á kvöldin" hagfræðin ykkar hafi endað með því að eitt stikki þjóð var grilluð af ykkar fólki. Siðblinda virðist því miður innbygg í öfga hægrimenn.
Óskar, 22.11.2010 kl. 11:42
Hvaða grín er hér í gangi? Vilja menn hér virkilega fá þennan soralýð aftur á bak við stýrið? Ég held ég hætti frekar að borða, eins og bent er á hér að ofan, heldur en að lifa mettur í Sódómu.
Jón Flón (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 11:44
Er þetta ekki spurning um það að hann vildi greiða með aflandskrónum.
Það hefur nú ekki enn komið fram, en það var ýjað að því.
10 milljarðar króna eru nú ekki 10 milljarðar króna.
Það strandaði þetta líklega.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 12:56
Óskar - þú leitar langt yfir skammt að siðblindunni - er ekki spegill í nágrenni við þig.
Ein spurning - Guðmundur og Berglind í Sjóla - -- hvað hafa þau til saka unnið að fá á sig þá stimpla sem settir eru á þau í bloggunum???
Már hljóp á sig eins og Trotskyistum er tamt - Það virðist sama hvort um innlenda eða erlenda fjárfesta er að ræða - allt skal stöðvað sem ekki kemur frá lífeyrissjóðunum.
Þetta er orðið gjörsamlega fáránlegt - og 2 vikna viðbótartími - rugl.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.11.2010 kl. 14:26
Dæmierð Ignoramus rök hjá mörgum vinstrimanninum hérna. Hugmyndafræði frjálshyggjunar kom lítið sem ekkert nálægt þessu hruni. Þó hér hafi verið talað um frjálsan markað var hann niðurnjörvaður í regluverki og ríkisábyrgðum. Það er ekki þar með sagt að kreppur verði ekki í hugmyndarfræði frjálshyggjunar. Síður en svo. Þær eru hins vegar minni og leiðrétta sig hraðar. Markaðurinn er eins og við öll vitum ekkert annað en frjáls skoðannaskipti einstaklinga sem taka ákvarðanir um kaup og sölu allan sólahringinn.
Bólur á markaði líkt og eignarbólan varð til vegna stjórn peningamála og regluverks um lánveitingar banka. Það voru ríkisstjórnir á vesturlöndum sem héldu uppi pressunni á þessari bólu allt þar til hún sprak og þá hlupu sömu ríkisstjórnir til og dældu skattféi inn í glataðan fyrirtækjarekstur.
Hvað þetta mál varðar þ.e. Sjóvá þá er það enn eitt dæmið um klúður vinstrimanna. Það verður að fara fram rannsókn á t.d. embættifærslum Svandísar Svavarsdóttur í umhverfismatsmálum, Steingríms J. í Icesave, Jóhönnu sem verkstjóranum og seðlabankastjóra fyrir að vera vanviti.
Þjóðarsálin (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 15:30
Már Guðmundsson heldur sennilega af pólitískum ástæðum að opinberir embættismenn og bankastarfsmenn í ríkisvæddu regluverki séu betri í tryggingarstærðfræði en þeir sem vinna vinnu sína upp á náð og miskunn frjálst borgandi viðskiptavina.
Geir Ágústsson, 22.11.2010 kl. 16:01
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin ákváðu að koma á gjaldeyrishöftum.
Að leyfa Össuri hf að flytja hlutabréf eigenda sinna til Kaupmannahafnar er jafn mikil pólitísk ákvörðun eins og að selja hlutabréf fyrir aflandskrónur.
Í staðin fyrir að mótmæla einstökum ákvörðunum, þá ættu frjálshyggjumenn að mótmæla kröftuglega þessum gjaldeyrishöftum.
Maður hefur heyrt ansi lítið frá þeim. Af hverju?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 17:54
Hér er ályktun Frjálshyggjufélagsins um gjaldeyrishöftin:
http://www.frjalshyggja.is/index.php/component/content/article/41-alyktanir/86-afnema-vereur-gjaldeyrishoeftin
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.