19.11.2010 | 18:23
Sérhagsmunagæsla Marínós
Marínó G. Njálsson titlar sig stjórnarmann í Hagsmunasamtökum heimilanna. Nú getur vel verið að fleiri séu í þessum samtökum en hann einn, en það breytir því ekki að málflutningur hans um almenna niðurfærslu skulda getur ekki verið hagsmunamál nema hluta heimila. Marínó hefur undanfarna daga gert ítrekað lítið úr þeim sem lýst hafa öðrum skoðunum í stað þess að ræða málefnin á yfirvegaðan og málefnalegan hátt.
Svokölluð Hagsmunasamtök heimilanna krefjast niðurfellingar hluta skulda sem getur aldrei orðið nema á kostnað annarra, skattgreiðenda eða sparifjáreigenda. Þessi samtök eru mynduð um sérhagsmuni á kostnað almannahagsmuna.
Ekki greint frá skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.