Agaleysi í rekstri ríkisins

Við erum á plani við það sem við ætluðum okkur að gera í útgjöldum, í tekjuöflun og reyna að ná tökum á rekstri ríkisins sem var eins ótal skýrslur ríkisendurskoðunar og fleiri benda til algerlega stjórnlaus og agalaus hér árum og áratugum saman. Það er meðal annars ástæðan fyrir því ástandi sem er hér í dag. - Björn Valur Gíslason varaformaður fjárlaganefndar Alþingis í Silfri Egils í Ríkissjónvarpinu 11. október 2010. Tilvitnun tekin héðan

Nánast undantekningalaust er gagnrýni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum, sem og fjármálum sveitarfélaga, réttmæt. Hið opinbera á Íslandi er mikil peningahít sem má líkja við götótt dekk á bíl í akstri: Til að halda því útþöndu þarf mikið loft en mikið af því lofti streymir út um ótal göt sem fáir sem engir hafa fyrir að gera við.

En ef ástandið var slæmt í tíð þarseinustu ríkisstjórnar, hvað er þá hægt að segja um ástandið í dag? Aðhaldsleysi í ríkisfjármálum nálgast það að geta kallast algjört. Sé skorið niður, er skorið niður þar sem það veldur sem mestum sársauka, bæði líkamlega og andlega. Óþarfinn er ennþá liðinn. Ríkisstjórnin sparar í kaupum á nauðsynjavörum en leyfir lúsinni í hársverðinum að sjúga allt það blóð sem hún vill. 

Lengi getur vont versnað. Og núna er vont að versna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur einhver einhvers staðar séð eitt einasta gæluverkefni stjórnvalda slegið af núna síðustu 2 árin eftir kreppufallið?

En að loka sjúkrarúmum aldraðra bænda og sjóara úti á landi! Jú.  Það er sparnaður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband