Samfylkingarmennirnir streyma á ríkisspenann

Runólfur Ágústsson álítur sig vera fórnarlamb "græðgisvæðingar". Ef til vill má núna segja að hann hafi orðið fórnarlamb "samfylkingarvæðingar" stjórnsýslunnar. En hvað um það. Runólfur telur ekki fremur en margir aðrir að hann sé ábyrgur gerða sinna. Hann var bara fórnarlamb. Eða hvað? Hverjir tóku á sig tap Sparisjóðsins í Keflavík? Voru ekki skattgreiðendur látnir bera þær byrðar? Þannig að það var ekki nóg með að skattgreiðendur skyldu vera látnir bera tap Runólfs heldur átti hann að komast á ríkisjötuna til frambúðar.

Raunar er hin nýstofnaða ríkisstofnun "umboðsmaður skuldara" enn eitt dæmið um bruðl með fjármuni skattgreiðenda. Auðvitað eiga þessi verkefni ekki að vera á forræði ríkisins. Starfsemi ráðgjafastofu heimilanna og umboðsmanns skuldara eiga best heima hjá einkaaðilum. Með því að losa okkur við þessar stofnanir yrðu samfylkingarembættismennirnir kannski eitthvað örlítið færri. Það er því til mikils að vinna.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband