Spuni skrímsladeildar Samfylkingar?

Ætli það hafi nokkurn tíman komið til tals í fúlustu alvöru að Ingibjörg yrði formaður þessarar nefndar? Sá er hér ritar leyfir sér að efast um það.

Ingibjörgu Sólrúnu er margt til lista lagt. Hún vann það afrek að halda öllum litlu vinstri flokksbrotunum í borginni saman árum saman. Síðan beið hún og beið. Sat í pólitískum festum uns hún varð ráðherra í hinni skammlífu 2007 ríkisstjórn.

Þá var engu líkara en hún ætlaði að bjarga vandamálum heimsins og var skyndilega mætt til Miðausturlanda. Þrátt fyrir að hún hafi getað sameinað marxista og trotskíista í Reykjavík, þá ofmat hún líkast til eigin getu til að sameina stríðandi fylkingar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Og á meðan efnahagslegt hrun blasti við á Íslandi hélt hún utanríkisþjónustunni upptekinni við að koma Íslendingum í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Núna er þetta allt saga sem Samfylkingin vill gleyma og spunameistarar Samfylkingarinnar leggja sig í framkróka við að fela þessa pínlegu stjórnarsetu Ingibjargar. Samfylkingin flaut að feigðarósi með Ingibjörgu Sólrúnu, Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri í broddi fylkingar.


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Náhirð bláahornsins í sjálfstæðisflokknum hefur óopinberan einkarétt á nafninu "skrímsladeild".  Vinsamlegast virðið það.

Óskar, 2.8.2010 kl. 14:37

2 identicon

Hva ???

Var þetta ekki í höfn ? :p

Einhver veit viti sínu, sem er gott mál.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 14:43

3 identicon

Af hverju hefur þessi drusla ekki vit á því að láta lítið fyrir sér fara eftir því sem á undan er gengið ?

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 16:01

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sammála þér Árni, hún hefði átt að fara í uppvaskið eftir veisluna miklu 2008 og hjálpa til,

Jóhanna er útbrunninn eftir mörg góð ár á þingi.

Bernharð Hjaltalín, 2.8.2010 kl. 21:14

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég skifaði um hana blessaða í ísraelska blaðið Haaretz sem greindi frá hugsanlegri stjórn hennar á nefndinni. Sjá hér http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1076307/

Friðardúfan2

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.8.2010 kl. 06:38

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Vá, svakalega varstu duglegur strákur.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.8.2010 kl. 13:06

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, þakka þér fyrir. Var þetta ekki bara tussufínt, Rúnar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.8.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband