Ekki forystu flokksins að þakka

Vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum er ekki forystu flokksins að þakka. Litlausari og daufari forysta er vandfundin. Aukið fylgi skýrist af ofbeldi vinstristjórnarinnar sem keppist við að færa landið áratugi aftur í tímann með sífellt hærri sköttum og fjötrum á öllum sviðum.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins væri án efa nærri 50% ef forysta hans sýndi raunverulegan styrk og festu. Tæki sér tak og færi að boða hugsjónir hægrimanna um einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi, lága skatta og lítil ríkisumsvif.

Á meðan litlaus vinstrisinnuð forysta Sjálfstæðisflokksins heldur heldur flokknum vinstra megin við miðjuna er hann dæmdur til sífellt meira fylgistaps.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hinn Íslenski Sjálfstæðisflokkur er langt frá því að vera flokkur sem stendur fyrir einstaklingsfrelsi, atvinnufrelsi, lága skatta og lítil ríkisumsvif. Flokkurinn er orðin einkavinaflokkur fárra útvalda einstaklinga. Þetta er mikið til miður þar sem annar valkostur hægri manna er ekki fyrir hendi. 

Halla Rut , 31.7.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband