28.7.2010 | 14:33
Ógeðfelldur einræðisherra
Það verður að teljast allsérstakt að Badista skuli í fréttinni nefndur einræðisherra, en Castro ekki, heldur er Castro kallaður "fyrrverandi forseti Kúbu". Báðir voru þeir einræðisherrar og Casto er í hópi ógeðfelldustu einræðisherra seinni tíma.
Sjálfsagt verður ævisaga hans sjálfsupphafning sem bláeygir vinstrimenn á Vesturlöndum munu lesa sér til yndisauka, enda ólíklegt að þar verði minnst á öll óhæfuverk stjórnar hans, svo sem morð og limlestingar á saklausum borgurum.
Kastró vinnur að ævisögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Castro bjargaði landinu frá hægri öflunum....góðmenni fram í fingurgóma. Ég get varla beðið eftir bókinni hans.
Óskar Arnórsson, 28.7.2010 kl. 16:01
Miðað við hvað karlskrattinn er langorður þá verða þetta eitthvað á bilinu 70-100 bindi sem karlinn mun skrifa
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 16:09
Kúbverjar fengu kerfi þar sem allir (nema flokkstopparnir) hafa það jafnskítt. Það kostaði mannslíf og ævilíkur, en þeir virðast ekki muna eftir neinu öðru kerfi.
Nema auðvitað þeir sem sigla á gúmmídekkjum til Bandaríkjanna. Af einhverjum ástæðum ræða vinstrimenn aldrei um það, né hvers vegna flóttamannastraumurinn er ekki í hina áttina.
Geir Ágústsson, 29.7.2010 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.