28.7.2010 | 14:26
Óþolandi hnýsni um einkahagi
Nú byrjar hin árlegi ófögnuður þegar ríkisvaldið opinberar tekjur landsmanna, eftir að hafa hrifsað drjúgan hluta þeirra með ofbeldi. Hvers vegna má dugmikið eljusamt fólk ekki eiga sínar tekjur í friði fyrir hnýsnu fólki? Opinberar álagningarskrár eru til þess fallnar að ala á öfund. Það eru mannréttindi að fá að hafa sín fjármál útaf fyrir sig.
Nýtt fólk á skattalistanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hefði frekar haldið að það væri hið besta mál að hafa þetta bara gegnsætt.... menn eiga að vera stoltir af að skila sínu til samfélagsins.....sérstaklega þeir sem eru dugmiklir og eljusamir....
Ef menn eru hins vegar ekki með hreina samvisku, þá er dulúðin alltaf besti vinurinn...... spyrjið bara næsta bankadólg eða ,útrásardrullusokk..... ; )
Baldur Borgþórsson, 28.7.2010 kl. 21:05
Halda frjálshyggju menn því framm að launakjör fólks séu í 100% samhengi við framlag þess?
Ég held að fylgnin sé nær 20%
Restin er hversu vel menn eru tengdir, kvæntir eða fæddir í valdaklíkur
Eða hversu vel menn ná að féflétta aðra.
Maður þarf ekki annað en að skoða launamismun lækna vs bankamanna til að átta sig á þessu - annar aðilinn bjargar lífum, hinn býr ekki til vöru, og sjaldnast þjónustu og er oftar en ekki afæta á öðrum
Gunnar Arnar (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:53
Ef frjálshyggjufélaginu og liðsmönnum þess væri nú einhver alvara með þessu árvissa rausi sínu, þá myndu þeir sjálfsagt fá einhvern til að stefna hinu opinbera fyrir dóm. Þar þyrfti væntanlega að sýna fram á að stefnandi hefði orðið fyrir skaða eða hlotið einhvurskonar miska af því að láta opinbera þessar krónur sínar.
Málið er að það hefur enginn skaðast af þessu. Að birta þessar upplýsingar er sárasaklaust.
Frjálshyggjufélagið er nú held ég bara að þessu rausi til að fá viðbrögð. Sem er allt í lagi. En að hvetja til þess að halda hlutunum leyndum er nú hálfpartinn í anda gamla tímans.
David (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:46
David,
Hefur þú einhvern tímann skaðast af barsmíðum á öðrum í miðbæ Reykjavíkur? Nei. Réttlætir það barsmíðarnar? Nei.
Í Noregi eru allar uppgefnar tekjur allra finnanlegar með einfaldri google-leit. Þar er svindlað undan sköttum eins og annars staðar.
Rökin fyrir þessari opinberun á einkamálum manna eru ekki til staðar. Fólk virðist helst sætta sig við þetta af því svona er þetta og þeir sem svindla undan skatti eru sennilega bara ánægðir með alla athyglina sem löghlýðnir borgarar fá.
Geir Ágústsson, 28.7.2010 kl. 23:26
Ég vil opinbera sjúkraskýrslur og eins kærumál fólk til trygginganefnda enda getur enginn orðið fyrir tjóni þó svo einhver viti hvað er í þessum gögnum. David er alveg með þetta, allt sem ekki verður fólki að tjóni og nb. að hans mati á að upplýsa. Ég vil vita hvenær fólk stundar kynlíf og hvaða stellingar því þykir bestar, enginn hlýtur skaða af því. Ég vil fá að vita hvaða fólk er samkynhneigt eða bi, þetta á ekki að vera einkamál fólks enda enginn skaði af því að annað fólk viti svona hluti. Hvaða rugl er þetta með persónuverndarlög þetta er bara snobb hægrimanna sem vilja verja djöfulleg leyndarmál sín innan veggja heimilisins.
Þá þarf að gera opinbera skrá yfir fólk sem stundar eða fílar BDSM og karlmenn sem klæða sig í kvennmannsföt. Þá er nauðsynlegt að gera lista yfir alkhólista á Íslandi, jafnvel skylda þá til að bera gula stjörn á sér á almannafæri. Ég meina skaðast einhver á því? Hver er skaðinn? Ef það er enginn skaði að mati Davids þá er þetta okei.
Landið (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.