Aftur á steinöld

Siðavendni Ríkiseinokunarverslunarinnar er með ólíkindum. Teikningar af léttklæddum konum mega ekki prýða umbúðir um áfenga drykki. Þessi ákvörðun er í stíl við margs konar forneskjuhugmyndir karlhatara sem nú eiga talsverðu fylgi að fagna, en skoðanir margra vinstrimanna nú um stundur á nekt og erótík eru í stíl við hugmyndir siðavandra klerka á fyrri öldum. Má með nokkrum sanni segja að vinstrihreyfingin sé hin nýja öldungakirkja.

Þessi ákvörðun Ríkiseinokunarverslunarinnar er líka enn eitt dæmið um það hversu fráleitt það er að búa við einokun á sölu á almennri neysluvöru, eins og áfengi er. Krafa allra frjálsræðishugsandi manna er að sala á öllu áfengi verði færð í matvöruverslanir og hinir forneskjulegu viðskiptahættir afnumdir. Að sama skapi er rétt að lækka stórlega skatta á áfengi. Fólkið í landinu á skilið að fá að kaupa og versla með þær löglegu vörur sem því sýnist. En nú er meira að segja svo komið að almenningur með meðaltekjur hefur vart ráð á að kaupa sér sæmilegt rauðvín með matnum.


mbl.is „Álitið er skoðun eins manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef einhver sér eitthvað ósiðsamt eða dónalegt við þessar umbúðir þá er eitthvað verulega mikið að því fólki,

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:13

2 identicon

Vel mælt, fór í ríkið í gær og keypti mér nokkra fína bjóra og þurfti að greiða fyrir það 7000- kr. En þó að maður sé vinstrimaður er alls ekki þarmeðsagt að maður styðji þá flokka sem hér starfa....

Róbert (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:26

3 identicon

Þetta er hið skemmtilegtasta rifrildi milli innflytjandans og ÁTVR. Svona miðaldra kallar að kýta um umbúðir á neysluvöru. Í boði innflytjandans, sem pungar út nokkur hundruð þúsund kr. Ekki vorkenni ég honum neitt, þannig séð.

Verst að það verður ekkert framhald á þessu. Kemur ein frétt, nokkur blogg og svo búið. Þessi frétt er af þeirri gerðinni.

Maður hefði viljað sjá aðeins meira rifrildi um umbúðirnar.

Ég sé ekkert djarft við þetta samt.

Bogi (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:09

4 identicon

Það er best að fá sér EINN bríser í hádeginu.

Selma (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:11

5 identicon

Sælt veri fólki, Bogi hérna aftur.

Ég verð víst að skipta um skoðun, ég sé núna að það eru naktir kvenfætur sem hanga neðan í blómahafinu á dósinni. Sá þetta ekki áðan.

Þannig að nýja skoðunin er sú að ég er ALGERLEGA SAMMÁLA því sem fram kemur í lögfræðiálitinu. Þetta er bara of djarft. Sonur minn er að verða tvítugur og ég vil alls ekki að blessaður kúturinn fái áfall í sinni fyrstu ferð í ríkið.

Bogi (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég hvet fólk til þess að kynna sér lögfræðiálitið að baki sölubanninu. Það er sprenghlægilegt og hefði getað verið samið á 19. öldinni eða jafnvel á miðöldum. Áhugavert væri að ÁTVR upplýsti um hvað álitið kostaði.

Gústaf Níelsson, 26.7.2010 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband