Tekið undir gamalkunnugt útlendingahatur

Hin ágæta listakona, Björk Guðmundsdóttir, sagði á blaðamannafundi sínum áðan að hún hafnaði vinstri/hægri pólitík. Samt sem áður tekur hún upp hið gamalkunna baráttumál Alþýðubandalagsins: Að amast við erlendri fjárfestingu hér á landi. Íslenskir sósíalistar eru samir við sig í heimóttarskap sínum og útlendingahatri og nú hefur þeim bæst liðsauki. Raunar heitir flokkur þeirra ekki lengur Sósíalistaflokkurinn, heldur gengur hann undir ýmsum nöfnum, eins og Vinstri grænir, Samfylking og þar fram eftir götunum.

Raunar var þessi blaðamannafundur ágætt dæmi um gagnrýnisleysi íslenskra fjölmiðla, enda líkara vakningarsamkomu í sértrúarsöfnuði þegar blaðamennirnir klöppuðu í geðshræringu sinni yfir speki söngkonunnar.


mbl.is Björk: „Afgangar af spillingunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist hún vera aðallega á móti því að útlendingar eigi hlut eða afnotunarrétt af endurnýjanlegum auðlindum á Íslandi en ekki hvers kyns erlendri fjárfestingu. Það er alveg rétt að það vanti meiri gagnrýni varðandi þetta mál, hér hefurðu þar með þá fyrstu.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:35

2 identicon

Erlendum fjárfestum er velkomið að fjárfesta í dýragarði, gróðurhúsum, verslunum, verksmiðjum eða bara hverju sem er svo lengi sem það er ekki í náttúru auðlindunum okkar þær eiga að vera í almannaeigu og gróðin af þeim á að fara í það að styðja innlenda nýsköpun og almenna uppbyggingu í landinu.

Hvað kallast hópur af fólki sem á engar náttúru auðlindir og ekkert landsvæði?

Atli Már (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:18

3 identicon

Að hafna viðskiptum á auðlindum hefur ekkert með vinstri-hægri að gera þó svo að aðrir vinstrimenn hafi gert það áður. Ég meina, H.G. Wells hafnaði almennum kosningarétti, Nasistar gerðu það líka. Er H.G. Wells þá fasisti?

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:51

4 identicon

Heyr heyr, það er komið nóg af þessu listamannadekri og -dýrkun hér á landi. Þetta fólk hefur í fæstum tilfellum nokkuð til málanna að leggja.

Sigga (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband