14.7.2010 | 21:03
Vinstri grænir boða misrétti
Menntamálaráðherra Vinstri grænna er talsmaður þess að nemendum sé mismunað á grundvelli búsetu. Markmiðið með því að skipta borginni í framhaldsskólakerfi er auðsjáanlega að gera skólana einsleitari, en þegar slíkur "jöfnuður" á sér stað er ætíð miðað við lægsta samnefnara.
Við þurfum fjölbreytt skólakerfi og nemendur þurfa að hafa vel. Við þurfum skóla fyrir afburðarnemendur. Samkeppni er nauðsynleg á þessu sviði sem og öðru.
Þetta mál sýnir að þeir vinstrimenn sem hvað ákafast halda á lofti merkjum jafnréttis eru í reynd örgustu ójafnaðarmenn. Enginn má skara framúr í fyrirmyndarsósíalistaríki Vinstri grænna og Samfylkingar.
Nían nægði ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er hagræði að nemandi sem býr í grennd við t.d. MR þurfi að taka strætó í Kópavog þrátt fyrir góða meðaleinkunn?
Fyrir utan það er MR góður skóli? Voru ekki t.d. menn eins og Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson í MR? Geta það talist meðmæli með MR?
valdimar (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 23:18
Þetta snýst um frelsi. Frelsi til að velja þann skóla sem þér hentar best. Sósíalistarnir vilja steypa alla í sama mótið.
Sigga (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 23:21
Ég held að það séu líka góð meðmæli með MR að þessir þrír heiðursmenn hafi verið þar við nám.
Sigga (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 23:34
Augljóslega er MR lang besti framhaldsskóli Íslands.
Landið (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 10:01
Ef það eru bara vinstrimenn sem takmarka frelsi í menntamálum, geturðu útskýrt fyrir mér af hverju hægristjórnir undanfarinna ára lögðu niður fjölda verkgreina á Akureyri svo nemendur urðu annað hvort að flytja til Reykjavíkur eða skipta um námsgrein? Menntakerfið hefur verið á hraðri niðurleið síðustu tvo áratugi - og það var ekki vinstrimönnum að kenna.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.7.2010 kl. 16:05
Það hafa eintómir vinstrimenn verið í menntamálaráðuneytinu undanfarna áratugi, Sverrir Hermanns, Ragnhildur Helga, Svavar Gestsson, Ólafur G. Einarsson, Björn Bjarna, Tómas Olrich og Þorgerður Katrín. Það er engin af þessu fólki hægrimaður í menntamálum. Þetta eru allt vinstrimenn. Reyndar bætti Björn margt í kerfinu, en því fer fjarri að hann sé hreinræktaður hægrimaður.
Sigga (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:34
"hægristjórnir undanfarinna ára" - hvaða hægristjórnir voru hér við völd? Ég bara spyr. Ríkisstjórnir sem margfalda útgjöld hins opinbera eru sósíalistastjórnir, ekki hægristjórnir.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 20:46
Til "siggu". Björn Bjarnason bætti nákvæmlega ekkert í neinu kerfi hvorki sem menntamálaráðherra og enn síður sem dómsmálaráðherra. En nú ætla ég að að gefa "siggu" færi á að rökstyðja þá bábylju að BB hafi verið duglegur ráðherra. Sigga lát heyra, ég bíð spenntur, lýstu því fyrir okkur hvað gerðir Björn?
valdimar (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 01:06
Hahahaha. Sniðugir þessir hægrimenn. Útskýra allt sem miður fer hjá hægrimönnum þannig að þeir hafi í raun verið vinstrimenn. Flott aðferð. Með þessu er hægt að rökstyðja að allt sem miður fer í heiminum sé vinstri mönnum að kenna. Þá er líka hægt að fara á hinn veginn: Útskýra allt sem vinstri menn gera vel þannig að í raun séu þeir hægrimenn! Ég er sem sagt ekki vinstrimanneskja - bara þegar ég geri eða segi eitthvað heimskulegt. Annars er ég hægrimanneskja.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.7.2010 kl. 01:35
Ég er frjálshyggjumaður. Björn Bjarnason er til að mynda ekki frjálshyggjumaður, né heldur nokkur þeirra ráðherra sem hér voru nefndir. Ég hef aldrei verið í Sjálfstæðisflokknum og ætla því enga ábyrgð að taka á gerðum þess flokks. Það er fráleitur málflutningur hjá Kristínu hér að ofan að neita að ræða það efni sem er uppi og bera á greinarhöfund einhver embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Björn Bjarnason vildi auka á miðstýringu í menntakerfinu, það er vinstrihugmynd, ekki hægrihugmynd svo dæmi sé tekið.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.