Sukk með almannafé

Sú ákvörðun fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að byggja upp ímyndaðar fornminjar á horni Lækjargötu og Austurstræti er sorglegt dæmi um það hversu frámunalega illa stjórnlyndir pólitíkusar fara með almannafé.

Hvers vegna í ósköpunum þurftu borgaryfirvöld að skipta sér af uppbyggingu húsa á þessum reit með því að ráðast sjálf í framkvæmdir fyrir hundruð milljóna? Af hverju má ekki gefa einkaaðilum færi á að ráðast í uppbyggingu í Miðbænum. Stefna borgaryfirvalda síðustu áratuginn hefur drepið alla verslun í Miðbænum.

Lítil von er um að listaelítumeirihlutinn sem nú situr að völdum muni breyta neinu til batnaðar í þessu efni, nema síður sé.


mbl.is Líf í Lækjargötuna um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Þessi borgarstjórnarmeirihluti í góðri samvinnu við minnihlutann mun fylgja fast eftir þeirri stefnu að auka skuldir og hækka skatta í borginni.

Ég tek mjög gjarnan á móti veðmálum um þetta mál. Set stuðlana þá á 1,1 ef ég hef rétt fyrir mér og 2,5 ef mér skjátlast.

Geir Ágústsson, 10.7.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband