Aðför að friðhelgi einkalífs

Sá er hér skrifar hefur lítið dálæti á Steingrími J. Sigfússyni og þeirri stjórnlyndisstefnu sem hann boðar á öllum sviðum þjóðlífsins. Hins vegar ber að fordæma framferði þeirra sem mæta við heimili manna og mótmæla. Að undanförnu hefur það gerst ítrekað að skríll mæti við heimili manna og kvenna og hafi uppi háreisti og læti.

Slík framkoma getur ekki liðist í siðmenntuðum samfélögum. Sama hvað menn telja sig eiga sökótt við einstaklinga getur aldrei talist réttlætanlegt að ráðast að friðhelgi einkalífs og friðhelgi heimila fólks.


mbl.is Mótmæltu við heimili Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki veit ég hvaða fólk þetta er en það er varla meiri skríll heldur  en Frjálshyggjufélagið. Það er líka ljótt að kalla fólk illum og niðrandfi nöfnum. Slíka bloggsiði á ekki að líða.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.7.2010 kl. 16:10

2 identicon

Þeir sem ekki hlusta fá alltaf einhvern í bakkgarðinn.

Þegar landeyður eins og Steingrímur eiga í hlut sem ekki "sjá sér fært" að hlusta á fólk þegar það mótmælir er ekki hægt að vorkenna honum þó að hann fái einhvern í nágrenninu að lóðamörkunum hjá sér.

Fólki er frjálst að mótmæla svo lengi sem það er á almennu svæði og sama er þá hvort það er langt frá eða nálægt einhverjum útjöskuðum úrsérgengnum ráðherraræfli.

Hann hefði getað sýnt sig og sannfært fólk um að hann væri að hlusta... en hann kýs að láta sig hverfa ofan í holuna þar sem borðið með "allt" uppi á og S-gjaldborgin eru geymd og á hann því enga samúð skilda.

Hann má í raun þakka fyrir að fólk hefur ekki tekið upp að mótmæla eins og nágrannaþjóðir okkar .... með steinkasti og jafnvel bensínsprengjum og íkveikjum.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:47

3 identicon

Jú Sigurður, lýður sem truflar friðhelgi einkalífs er réttnefndur skríll.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband