Þeir kunna að sólunda almannafé

Ef það er eitthvað sem vinstrimenn kunna þá er það að sólunda almannafé. Vilji einhver eða einhverjir koma upp "heimili kvikmyndanna" þá geta þeir hinir sömu gert það fyrir eigin reikning, ekki á annarra manna reikning.

Þeir sem lesið hafa Njálu þekkja vel hversu örir menn eru á það sem þjóðstolið er. Það má heimfæra upp á skattpeninga, sem teknir eru af almenningi með ofbeldi og veitt til gæluverkefna stjórnmálamanna.

Nú er líka endanlega komið á daginn að nýr kafli er hafinn í sundrungarsögu íslenskra vinstrimanna, þegar hinn svokallaði "Besti flokkur" Jóns Gunnars Kristinssonar hefur opinberað sig sem sérhagsmunaflokk vinstrilistaelítunnar.


mbl.is 12 milljónir til „Heimilis kvikmyndanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé einn vitlausasti pistill sem ég hef lesið eftir félgsmenn frjálshyggjufélagsins. Þeir bera að vísu flestir vott um fádæma heimsku en þessi er alveg sér á parti. Til hamingju með hann!

Grímur Atlason (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 17:28

2 identicon

Það má svo sem deila um hvort þetta er skynsamleg nýting á peningum, en ég held að fólk almennt séð hafi ekki nokkurn skapaðan hlut á móti framtakinu sjálfu. Að Regnboginn sé kvikmyndahús á ný er eitthvað sem ég held að gleðji flesta.

Danni (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 17:40

3 identicon

Í augnablikinu er hvergi að finna kvikmyndahús sem sýnir óháðar og áhugaverðar kvikmyndir, sem ekki heyra undir Hollywood maskínuna.  Því fagna ég þessu framtaki.  Væri ekki skrítið ef að öll listasöfn landsins sýndu aðeins söluhæstu verk?  (þ.e. þau verk sem mestan pening græða)  -- Þannig hefur það verið með kvikmyndir.  Fyrst og fremst hafa verið sýndar myndir sem fjöldaframleiðslusölumaskínur búa til.  Fremur einsleitt og leiðinlegt allt saman.  -- En þetta verður allt líf!  Ánægð með Gnarr og co. !  (legg líka til að áhersla verði að einhverji leiti lögð á innlendar kvikmyndir - svo túristarnir geti skellt sér á íslenskt bíó þegar þeir koma til landsins.)

Ísold Uggadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 18:51

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Að eitthvað geti ekki borið sig með frjálsum framlögum eða aðgangseyri sýnir fram á áhugaleysi almennings. Áhugasemi menningarelítunnar er önnur saga. Alltaf skal hún fjármögnuð af þeim sem hafa önnur áhugamál en hún. Eins og þetta safn.

Á það skal minnt að í Reykjavík er fjöldinn allur af verslunum og áfangastöðum (t.d. kaffihús) sem laða til sín túrista án þess að skattgreiðendur séu látnir þjást fyrir það.

Geir Ágústsson, 8.7.2010 kl. 20:57

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Danni,

Nær gleði þín alla leið að veski þínu, eða ertu frekar á því að gleði þína eigi að fjármagna af þeim sem deila henni ekki með þér?

Geir Ágústsson, 8.7.2010 kl. 20:59

6 identicon

Grímur er nú greinilega einhver vinstrimaður, sem getur ekki rætt málefnalega og svarar með skítkasti.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 23:59

7 identicon

Þetta er svakalegt. Þeir sólunda almannafé næstum eins og innmúraðir sjálfstæðismenn. En það verður erfitt að toppa þá, enda heimsmethafar í skattahækkunum.

Doddi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 19:57

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Þú ruglar saman hækkandi skattþrepum og hækkandi hlutfalli hátt skattlagðra í innkaupakörfu landsmanna.

Stefán Ólafsson gerir nákvæmlega hið sama. Ertu nokkuð að lesa hans rækilega hröktu skrif?

Geir Ágústsson, 10.7.2010 kl. 01:28

9 identicon

Þetta er frá OECD. Ég hef lítið lesið Sefán Ólafsson, en held að margt sé ágætt sem frá honum kemur.

Efnahagsstjórn Sjálfstæðismanna var bara rugl, í nánast öllum atriðum.

Doddi (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband