21.5.2010 | 16:20
Sjálfbært gagnsæi
Það er í anda sjálfbærs gagnsæis að kynjagreina skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Kynjaiðnaðurinn hefur tögl og hagldir í stjórnarráðinu, en á umliðnum árum hefur Háskóli Íslands útskrifað mikið af sérfræðingum í kynjamálum. Nú er vart til sú opinbera stofnun að þar sé ekki innanbúðar "jafnréttisfulltrúi", en allir þessir kynjasérfræðingar hafa af því mikla hagsmuni af því að því sé statt og stöðugt haldið að almenningi að verja þurfi meiri fjármunum í að "berjast gegn launamun kynjanna" og þar fram eftir götunum.
Þessi meinta réttindabarátta snýst í reynd ekki um annað en sérhagsmuni starfsmanna í ríkisrekna jafnréttisiðnaðinum.
Verður skýrslan kynjagreind? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú væri lag að spara í menntakerfinu með því að leggja einfaldlega kynjafræði við HÍ niður, þessi grein er hvort sem er bara útungunarstöð og griðarstaður fyrir femínista og ekki vil ég að mitt skattfé fari í slíka vitleysu.
Eins og réttilega er bent á hafa kynjafræðingar af því beinan hag að segja að ójafnrétti ríki.
Hvað á svo að kosta að láta kynjagreina þessa skýrslu? Væri ekki nær að leggja þá fjármuni í LSH?
Helgi (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.