Lélegir rekstrarmenn fylkja liði með vinstriflokkunum

Þessi frétt af tilkynningu Samfylkingarfólks ætti að vera forystu flokksins umhugsunarefni. Flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá sinni að ríkisvæða aflaheimildir ár frá ári undir þeim formerkjum að um "þjóðareign" sé að ræða. En fyrningaleið í sjávarútvegi snýst ekkert um réttlæti í huga vinstrimanna. Það sem fyrir þeim vakir er að að auka völd stjórnmálastéttarinnar, færa útdeilingarvaldið í þessum efnum enn nær stjórnmálunum.

En það er annað sem hangir á spýtunni og væri vert að fjölmiðlar gæfu gaum. Hvaða útgerðarmenn eru það sem mæla fyrningarleið bót? Jú, þeir eru nefnilega ýmsir, en eiga það sammerkt að hafa komið rekstri sínum í þrot og misst aflahemildir. Þessir sömu menn ætla nú að sæta lagi í krafti pólitísks ofbeldis og fá fiskveðikvóta úthlutaðan án endurgjalds. Lélegir rekstrarmenn fylkja liði með vinstriflokkunum.


mbl.is Fyrningarleið „algert feigðarflan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já og sumir þessara þrotaprinsa hafa hátt á blogginu t.d einn sem ég man eftir að vestan.

Hreinn Sigurðsson, 20.5.2010 kl. 11:09

2 identicon

"Og fá fiskveðikvóta úthlutaðan án endurgjalds"

ekki alveg rétt hjá þér varðandi þetta.
Heldur verða þeir að borga leigugjald eins og allir aðrir til að fá úthlutaðan kvóta.
ekki fá þeir hann frítt.

Reyndar langar mig til að koma því fram að margir þeirra sem eru að missa sitt er vegna gengisáhrifa. nákvæmlega eins með bílalánin sem hafa hækkað gríðarlega.
í raun gildir það sama hjá mörgum útgerðum sem voru með sín lán í erlendu gjaldmiðli.

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband