19.5.2010 | 16:36
Byrjar kynjasöngurinn
Nú er hinn opinberi jafnréttisiðnaður kominn á fullt við að telja karla og konur á framboðslistum. Þessi söngur náði hámarki í góðærinu á sama tíma og fólk kepptist við að mótmæla vatnsaflsvirkjunum og kolefnisjafnaði börnin sín.
En ríkisjafnréttisiðnaðurinn þarf að minna á sig og á næstu dögum verður án efa mikið fjallað um "kynjahallann" og "afturför jafnréttisbaráttunnar". Aðrir þættir skipta í raun miklu meira máli við val á framboðslista, til að mynda aldursdreifingin og menntun og bakgrunnur frambjóðenda. En þegar öllu er á botninn hvolft er það einstaklingurinn sem skiptir máli - óháð kynferði.
Þrír af hverjum fjórum oddvitum karlar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jafnréttisiðnaðurinn! Það er rétt orð og sannleikansum samkvæmt. Þetta snýst ekki um jafnrétti hjá þessu fólki og því síður neitt farsælt og gott. Þetta er í raun umræða um sérréttindi og endalaust stríð sem byggir á því að karlar skilji ekki konur og konur ekki karla. Enginn vilji öðrum vel. Enginn elski annan en sjálfan sig. Þetta er þvílíkt bull að ég verð hreinlega að lýsa andstöðu minni við þetta.
Guðmundur Pálsson, 19.5.2010 kl. 17:29
Og auðvitað er ekkert tekið inn í málið að karlar sækjast meira eftir ábyrgðarstöðum en konur, þ.e. karlar eru einfaldlega valdaþyrstari. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að fleiri karlar hafi sóst eftir toppsæti á framboðslistum en konur. Þetta hefur sýnt sig í prófkjörum. Helmingur kjósenda er konur, þannig að ef kyn frambjóðenda er svona afskaplega mikilvægt fyrir stjórnun sveitarfélaga, nú eða þjóðarbúsins, þá geta konur í hverju kjördæmi þrýst á að fleiri kynsystur þeirra verði settar á lista, nú eða komið með sín eigin framboð og raðað konum í öll sætin ef því er að skipta. Svo er það bara val kjósenda sem ræður. Það á ekki hrófla við lýðræðislegum rétti kjósenda með því að setja einhverjar fasískar kynjakvótareglur um þessi mál, líkt og VG og Samfylkingin gerðu í einhverjum kjördæmum fyrir síðustu þingkosningar.
Muddur, 19.5.2010 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.