27.4.2010 | 12:42
Til hvers þarf þjóðhöfðingja?
Í öllu því málæði sem nú ríður yfir vegna forseta lýðveldisins er rétt að staldra við og spyrja sig hvort yfirhöfuð sé þörf á þjóðhöfðingja.
Gagnrýnendur forsetans hafa ítrekað bent á að forseti megi ekki segja þetta eða hitt þar sem hann sé "sameiningartákn þjóðarinnar", en þá er rétt að spyrja sig að tvennu, í fyrsta lagi: Getur nokkur einn einstaklingur orðið sameiningartákn heillar þjóðar? Og í öðru lagi: Er nokkur þörf á sérstöku sameiningartákni?
Er hugmyndin um einhvern forseta lýðveldisins (eins konar staðgengil konungs) ekki einfaldlega orðin nokkuð úrelt? Hafa menn á 21. öldinni nokkra þörf fyrir tildur og prjál forsetaembættis?
Hér er spurt stórra spurninga og sá er hér heldur á penna hallast að því að réttast væri að leggja niður embætti forseta, enda getur heil þjóð frjálsra borgara ekki átt með sér sameiningartákn. Líkast til hefur Kristján Eldjárn komist nærri því að njóta hylli meginþorra þjóðarinnar, en síðustu tveir forsetar hafa verið afar umdeildir svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Dýrkeypt yfirlýsing forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Get ekki verið meira sammála, burt með forsetaembættið og allt hyskið það sparar skattgreiðendum hundrum milljóna á ári. Vigdís líkti sér við Margreti Þórhildi drottningu en Ólafur Ragnar telur sig hins vegar öllum öðrum þjóðarleiðtogum æðri.
Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 14:54
Leggjum embættið niður við höfum ekki efni á því að halda því uppi.
Sigurður Haraldsson, 27.4.2010 kl. 16:36
Ef við hefðum ekki haft forseta þá hefði Icesave verið samþykkt af svikurunum á alþingi í stað þess að vera sent í þjóðaratkvæðagreiðslu. En auðvitað eru sumir til sem eru svo þröngsýnir að þeir sjá það ekki að það er gott að hafa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Og allt út af því að hann sagði það sem allir Íslendingar hafa vitað síðan í barnaskóla. Ekki láta svona barnalega, núna er ekki tími fyrir hártoganir.
Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 19:09
Með svona stórkostlega stjórnmálamenn eins og við erum með þá þurfum við hann.
Þórður Árnason (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 20:58
Þeir sem vilja forsetaembættið burt virðast falla í tvær gildrur, annarsvegar að sjá ekki muninn á gildi forsetaembættisins og persónunni sem situr í embættinu og hinsvegar að átta sig ekki á því hvernig embætti forseta fellur inn í þrískipingu valds.
Það er skrítið að á sama tíma og margir gagnrýna og mikið ráðherraræði þá vilja margir þeir sömu skerða og jafnvel fella niður forsetaembættið fyrst forsetinn hefur leyfts sér að stoppa af ráðherraræðið.
Vilja menn virkilega viðhalda núverandi smákónga stjórnræði þar sem við höfum 12 einráða menn hvern í sínu ráðuneyti sem keyra áfram sín mál án umræðu og gera sín mistök á athugasemda.
Hugmyndin um þrískiptingu valds er gömul og hefur lifað því það er mikið til í henni. Í þeirri uppstillingu er forsetinn virkur yfirmaður framkvæmdavalds, sbr USA, nokkuð sem við höfum ekki hér vegna arfleifðar frá dönsku stjórnarskránni. Þetta liggur að baki því að hann er þjóðkjörinn í sérstakri kostningu.
Mín afstaða er að það ætti að auka völd forsetaembættisins. Gera hann að virkum yfirmanni framkvæmdavaldsins og aðskilja þannig betur milli þings og framkvæmdavalds. Síðan myndu menn kjósa forseta með það í huga og ég myndi t.d. ekki kjósa Ólaf.
Georg (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 08:21
Góðir punktar hjá Georg, tek heilshugar undir með honum.
Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.