13.4.2010 | 00:44
Allt uppi á borðinu
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tilgreindur styrkur frá Kaupþing banka til Frjálshyggjufélagsins að upphæð 150 þúsund krónur árið 2004.
Sá er þáttur frjálshyggjunnar í hruni íslenska bankakerfisins.
Skýrslan kom þjóðinni á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bank, bank. Kalla eftir svari við athugasemd minni um styrki til ríkiskirkjunnar. Spurningin er í stuttu máli: Telur Frjálshyggjufélagið að fært sé að segja upp tilvitnuðu samkomulagi og setja eftir þörfum lög til að herða á því að kirkjan eigi engan skaðabótarétt vegna missis kirkjujarða, eða væri slík aðgerð í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrár?
Birnuson, 13.4.2010 kl. 13:08
Ég tel fráleitt að hugsa sér að ríkiskirkjan eigi skaðabótarétt á hendur ríkissjóði, sem sannarlega er eigandi kirkjujarða. Ríkissjóður er í ofanálag búinn að standa straum af rekstri kirkjunnar í meira en öld.
frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 16:53
Ég er fullkomlega sammála því sanngirnissjónarmiði. Spurningin snýst ekki um það heldur um hugsanleg lagaleg vandkvæði á því að losna undan gildandi samkomulagi við þjóðkirkjuna. Er ekki einhver lögfræðingur í félaginu sem getur sagt skoðun sína á því?
Svo þarf að smala í hóp þingmanna til að fá þetta fellt úr gildi: frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum, jafnaðarmanna í Samfylkingunni og guðleysingja hjá Vinstri grænum.
Birnuson, 14.4.2010 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.