Ríkisstjórnin viðurkennir mistök við samningsgerð

Helstu fylgismenn þess að Íslendingar borgi Icesave-skuldina reyna nú hver í kapp við annan að tala niður þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Einn vinkill virðist hins vegar ekki komast að í fjölmiðlum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur markað stefnu fylgismanna þess að borga Icesave með yfirlýsingu sinni um að hún ætli að hundsa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Segir hún hana marklausa en enn athyglisverðari eru ummæli hennar í Speglinum á Ríkisútvarpinu í kvöld að forsendur nú séu allt aðrar en um áramótin þegar fyrri samningur var uppi á borðinu.

Vinkillinn sem vantar í fjölmiðlum landsins, öllum sem einum, er sá að "hinar nýju forsendur" sem Jóhanna og fylgismenn hennar tala um, væru ekki nú fyrir hendi ef ekki hefði til synjunar forseta komið.

Synjun forseta opnaði augu umheimsins fyrir málstað Íslendinga og knúði stjórnina til nýrra samninga, samninga sem hún sjálf segir að séu betri en þeir sem hún hafði sjálf náð.

Í raun réttri er ríkisstjórnin og fylgismenn hennar að viðurkenna eigin mistök í samningsgerðinni og mál til komið að gefa öðrum tækifæri.


mbl.is Hvað á Steingrímur við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband