20.2.2010 | 12:43
Um frelsi einstaklingsins
Flugárás þessi er þvert á grundvallargildi manna sem telja sig standa vörð um einstaklingsfrelsið.
Hugmyndin um frelsi einstaklingsins er ekki afdráttarlaus heldur er hún takmörkunum háð; hver einstaklingur er frjáls gjörða sinna svo fremi sem þær skaði ekki annan einstakling hvort sem er á líkamlegan, fjárhagslegan eða andlegan hátt.
Flugmaðurinn og áhangendur hans geta vart talist til manna sem standa vörð um einstaklingsfrelsið. Þótt aðgerða sé þörf gagnvart skattayfirvöldum keyrir árásin um þverbak og hljóta frjálshyggjumenn um heim allan að fordæma gjörninginn.
En íslenskir fjölmiðlar eru samir við sig. Þeir nota hvert tækifæri til að koma höggi á baráttuna fyrir frelsi einstaklingsins og ljóst að þessi frétt er vatn á myllu þeirra. Umfjöllun þeirra einkennist af vanþekkingu og hatri enda hefði upplýstur blaðamaður aldrei bendlað fylgismenn hryðjuverkamanns við baráttuna fyrir frelsi einstaklingsins.
Hrósa sjálfsmorðsflugmanninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.