28.1.2010 | 10:14
Of mikil "félagsleg aðstoð" er meinsemd
Fréttin hér að neðan er athyglisverð og leiðir hugann að því að víða í hinum svokölluðu "norrænu velferðarkerfum" er gengið of langt í greiðslu bóta og styrkja til fólks sem sannarlega getur séð sér sjálfu farborða. Atvinnuleysisbætur á Íslandi eru dæmi um þetta. Þær eru einfaldlega of háar í samanburði við lægstu laun. Vissulega má telja lægstu laun fremur lág, en hins vegar er deginum ljósara að of háar bætur munu ekki gera annað en auka á atvinnuleysi. Hættan er sú að þúsundir manna verði kerfinu að bráð, ef svo má segja, og hverfi af vinnumarkaðnum til frambúðar. Oft á tíðum fólk sem sannarlega getur unnið venjulega launavinnu.
Stjórnvöld hefðu betur tekið fagnandi hugmynd forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífs, sem hafa boðist til að taka að sér að reka atvinnuleysistryggingar. Það fyrirkomulag væri mun hentugra og myndi án efa verða skilvirkara en að greiða mönnum athugasemdalaust út úr ríkishítinni.
Norrænum ríkisborgurum vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samt er það merkilegt að í norræna velferðar ríkinu Danmörku þá greiðir ríkið ekki atvinnuleysisbætur heldur A kassi, A kassarnir eru einkareknir og margir. Fólki er frjálst að borga í þá, en ef þú hefur ekki borgað í A kassa þá færðu engar atvinnuleysisbætur. A kassinn reiknar svo ákveðna upphæð á til framfærslu á mánuði, en þeir geta reiknað aftur í tíman og ef þú varst með ákveðið há laun þá seinkar það því að þú fáir pening úr kassanum eða minkar hann. Fólk sem ekki hefur greitt í A kassa getur reynt að biðja um samfélagsaðstoð hjá sveitarfélaginu en til þess að fá hana máttu ekki eiga bíl eða fasteign.
Halli (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:07
Frjálshyggjufélagið - Félag á villigötum, félag í tilvistarkreppu, eða er ég fullur ranghugmynda um félagið?
Ég hef af einhverjum ástæðum tengt þetta félag við ungliðaarm Sjálfstæðisflokksins og ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig þessi félagasamtök geta stundað trúboð sitt undir regnhlíf Íhaldsflokksins. Ég reikna ekki með því að finna baráttusamtök fyrir kynfrelsi innan Kaþólskukirkjunnar eða hugsjónasamtök um frelsi í fjölmiðlum starfandi undir væng kommúnistaflokks í alræðisríki.
Grein um brottvísanir fólks sem getur ekki séð sér farborða frá Danmörku verður tilefni til að hnýta í óhóflegar bótagreiðslur í norrænum velferðarríkjum. Ég er sammála því að bótasvik og sníkjulíf fullfrísks fólks sé óþolandi. Ég get bara ekki skilið hvernig þessi tenging við flokk sem sérhæft hefur sig í félagsmálapökkum fyrir fjármagnseigendur, fjármálastofnanir og fyrirtæki gengur upp. Björgunaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæisflokksins sem einhver vigt hefur verið í hafa allar farið í að vernda þá sem síst hafa þurft á því að halda. Alger innistæðutrygging og peningamarkaðsbjörgun eru félagsmálapakkar sem m.a. leiddu af sér Icesave samningsaðstöðuna sem við erum í og voru framkvæmdir í boði móðurflokksins.
Eru það bara félagsmálapakkar fyrir þá sem minna mega sín sem ykkur er illa við eða á það við um félagsmálapakka almennt, og ef það eru félagsmálapakkar almennt sem ykkur er illa við, er Sjálfstæðisflokkurinn þá gott heimili fyrir raunveruleg hugsjónasamtök fyrir frjálshyggjufólk. Er þetta kannski bara stór misskilningur af minni hálfu, eru kannski frjálshyggjumenn/konur almennt ekki í Sjálfstæðisflokknum.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 11:29
Sæll Björn
Það er allur gangur á því í hvaða flokki félagsmenn eru. Það er nokkuð síðan ég skimaði yfir félagsskránna en veit af þó nokkrum sem eru skráðir samfylkingarmenn, sjálfstæðismenn og framsóknarmenn og eru félagar í frjálshyggjufélaginu. Ég hef sjálfur starfað í Sjálfstæðisflokknum en það þýðir samt ekki að ég taki undir allt sem kemur frá honum og lít miklu frekar á störf mín þar sem viðleitni til að breyta flokknum til hins betra.
Mæli með þessum fyrirlestrum: http://www.youtube.com/watch?v=czcUmnsprQI
og
http://www.youtube.com/watch?v=EgMclXX5msc&feature=player_embedded
Þetta lýsir miklu frekar sjónarmiðum frjálshyggjumanna á kreppum en nokkurn tíman vanhæf flokksforusta sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.