Lýðræðisást ríkistjórnarsinna

Lýðræði er og verður alltaf meirihlutaræði þar sem meirihlutinn kúgar skoðanir minnihlutans að því marki að þær fá ekki framgöngu.  Lýðræði er ekki ætlað að sýna fram á vilja þjóða heldur einungis tæki til að leysa úr ágreiningi um völd og ákvarðanir án ofbeldis og blóðsúthellinga.  Nú keppast ýmsir „fræðimenn“  við að benda á að Icesave lögin séu ekki hentug til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem um milliríkjasamning er að ræða. Hvað þá með ESB aðild sem er miklu flóknari spurning þar sem gengið er verulega inn á löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald af stofnunum ESB ef gengið verður inn, er það þá ekki allt of flókið mál til að kjósa um? Eru stjórnvöld að undirbúa jarðveginn til að koma í veg fyrir kosningar eða hafa þær ráðgjafandi?

Icesave snýst um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á lánum til innistæðutryggingarsjóðsins, ábyrgð sem hvergi í lögum landsins né ESB er kveðið á um. Er óeðlilegt að skattgreiðendur fái að eiga loka orðið um það hvort sú ábyrgð verði samþykkt? Að skattgreiðendur fái að kjósa um það hvort hér verði nokkur hagvöxtur næstu 15 ár eða ekki?


mbl.is Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband