Er að molna undan réttarríkinu?

Frjálshyggjumenn hafa alltaf haldið merki réttarríkisins hátt á lofti. Í þeirra augum er réttarríkið ein helsta vörn frjálsra einstaklinga gegn handahófskenndum tilskipunum hins opinbera. Eða eins og Hayek skrifaði árið 1953:

Since this Rule of Law is a rule for the legislator, a rule about what the law ought to be, it can, of course, never be a rule of the positive law of any land. The legislator can never effectively limit his own powers. The rule is rather a meta-legal principle which can operate only through its action on public opinion. So long as it is generally believed in, it will keep legislation within the bounds of the Rule of Law. Once it ceases to be accepted or understood by public opinion, soon the law itself will be in conflict with the Rule of Law.

Á öðrum stað segir:

Það er gríðarlega alvarlegt mál þegar dómstólar láta undan pressu almenningsálitsins og dæma eftir kröfu dómstóls götunnar í stað þess að dæma eftir lögum og dómavenju. Réttarríkið byggir m.a. á því að hægt sé að treysta því að dómstólar séu sjálfstæðir og íhaldssamir.

Og á enn öðrum stað segir:

Í því andrúmslofti sem hér hefur ríkt um nokkurt skeið er mikill þrýstingur á dómara að dæma eftir því hvernig vindar blása í þjóðmálaumræðunni. Er þá gjarnan vísað til einhvers óskilgreinds réttlætis og sanngirnis. Það er hins vegar afar mikilvægt að dómstólar bregðist ekki skyldum sínum við að gæta lögbundinna réttinda almennings og samfélagsins þrátt fyrir vaxandi þrýsting pólitískra afla, fjölmiðla og hagsmunahópa um annað. 

Ekki eru allir sammála um gildi réttarríkisins í frjálsu samfélagi, og sérstaklega ekki eftir hrunið haustið 2008. Háværar kröfur eru um að dómstólar láti lagabókstafinn aðeins frá sér og byrji að dæma eftir einhverju öðru, t.d. því hvernig vindar blása. Þingmenn hafa jafnvel tekið undir slík sjónarmið í ræðustól á Alþingi.

Minnkandi virðing fyrir réttarríkinu kemur einnig fram þegar menn tala um "áhættuna" af því að fara með deilumál fyrir dómara. Icesave-deilan, sem nú tröllríður allri umræðu á Íslandi, er gott dæmi um það. Þar deila menn um "áhættuna" af því að fara með deilumál fyrir dómstóla og fá úrskurð sem byggist á lögum og reglum. Svona málflutningur er dæmi um minnkandi virðingu fyrir réttarríkinu.

Þetta er varhugaverð þróun. Grundvöllur réttarríkisins felst í því að einstaklingar þekki þær leikreglur sem gilda í samfélaginu (bæði í samfélagi einstaklinga og samfélagi ríkja) og geti verið vissir um að á meðan þær leikreglur eru ekki brotnar þá sé ekki hægt að varpa viðkomandi í grjótið. Ef réttarríkið er að hörfa þá er vald ríkisins til að setja reglur á eftir á eða dómara til að dæma eftir handahófskenndum skoðunum að aukast.

Gegn þeirri þróun þarf að sporna.


Almennt um innistæðu'tryggingar'

Icesave-lögin eru sennilega heitasta málið í umræðunni í dag og skal engan undra. Um það er deilt hvort og hvernig aðkoma skattgreiðenda eigi að vera að töpuðum innistæðum í gjaldþrota bönkum, innlendum og erlendum. Þetta er flókið umræðuefni enda er regluverk bankanna vægast sagt illskiljanlegt og þar að auki bætast pólitísk inngrip við, en um þau má endalaust deila sama hvar sem þau eiga sér stað.

Á endanum mun málið verða leitt til lykta með einum eða öðrum hætti, með eða án þátttöku skattgreiðenda, en vonandi tekst að hlífa skattgreiðendum og almenningi við því að bjarga tæknilega gjaldþrota bankakerfi frá óumflýjanlegu gjaldþroti sínu.

Hver verður svo lexían, þegar hamagangurinn er genginn yfir? Verður hún sú að binda þurfi þátttöku skattgreiðenda í gjaldþroti gjaldþrota banka í lög, t.d. með beinni og yfirlýstri og lagalega bindandi ríkisábyrgð á bankainnistæðum? Vonandi ekki.

Verður lexían sú að aðskilja þurfi bankarekstur og ríkisvald að fullu og þannig að aðkoma ríkisins að gjaldþrota bönkum verði beinlínis bönnuð í lögum, sama hvað gengur á? Vonandi það.

Innistæðu"tryggingar" eru mótsögn í sjálfu sér og orðið "trygging" á raunar ekki heima í samhengi við innistæður í bankakerfi þar sem allir bankarnir eru í raun gjaldþrota en starfa engu að síður í skjóli ríkisvaldsins og seðlabanka þess. Eða með orðum Rothbard (feitletrun mín):

But if no business firm can ever be "insured," how much more is this true of a fractional-reserve bank! For the very essence of fractional-reserve banking is that the bank is inherently insolvent, and that its insolvency will be revealed as soon as the deluded public realizes what is going on, and insists on repossessing the money which it mistakenly thinks is being safeguarded in its trusted neighborhood bank. If no business firm can be insured, then an industry consisting of hundreds of insolvent firms is surely the last institution about which anyone can mention "insurance" with a straight face. "Deposit insurance" is simply a fraudulent racket, and a cruel one at that, since it may plunder the life savings and the money stock of the entire public.

Lexían af bankahruninu og Icesave-deilunni getur aðeins verið sú að banka og ríkisvald þurfi að aðskilja með öllum tiltækum ráðum. Ef það verður ekki gert þá er ljóst að skattgreiðendur geta aldrei vænst þess að losna við ábyrgðir á áhættusækni og stöðutökum banka og viðskiptavina og lánadrottna þeirra, hvort sem það er með pólitískum inngripum eða beinni lagasetningu. 


Nokkur heilræði um hagstjórn

Stjórnmálamenn eru ekki kosnir vegna hæfileika þeirra í hagstjórn eða þekkingu á atvinnulífinu og starfsumgjörð fyrirtækja. Þeir eru kosnir vegna hæfileika þeirra til að lofa kjósendum því sem kjósendur vilja (eða telja sig vilja). Þeir eru kosnir vegna þess að þeirra hugmyndir um "samfélagið" náðu hylli kjósenda.

Þess vegna þarf ekki endilega að láta það koma sér í sífellu á óvart að stjórnmálamenn beita oft röngum aðferðum til að ná yfirlýstum markmiðum sínum. Sú ríkisstjórn sem nú situr er skínandi dæmi um slíka samkundu stjórnmálamanna. Þar boða menn hagvöxt og ný störf, en þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós (ekki óvænt) að enn er samdráttur og engin ný störf að verða til, nema e.t.v hjá hinu opinbera.

Þess vegna er ekki úr vegi að veita stjórnmálamönnum nokkur heilræði um hagstjórn. Þau eru einföld, virka, hafa sannað sig oft, en geta verið örlítið óþægileg í framkvæmd fyrir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum.

Heilræðin sem nú er boðið upp á eru eftirfarandi:

  • Stórkostlegur samdráttur í rekstri hins opinbera: Leggja niður stofnanir, einkavæða allt sem fæst fé fyrir, fækka opinberum starfsmönnum, afnema lög um ríkiseinokun svo einkaaðilar geti tekið við þeim opinbera rekstri sem eftirspurn er fyrir, og gera allt sem mönnum dettur í hug sem dregur úr rekstrarkostnaði, umfangi og starfsmannafjölda hins opinbera.
  • Stórkostleg lækkun skatta, samhliða hröðum niðurgreiðslum á lánum hins opinbera: Þegar ríkisreksturinn hefur verið stórkostlega dreginn saman ætti að skapast svigrúm fyrir stórkostlega lækkun skatta og uppgreiðslu á skuldum hins opinbera. 
  • Afnám laga og reglugerða: Atvinnulífið er umvafið allskyns lögbundnum skyldum og kvöðum sem draga úr þrótti þess og hægja á allri nýsköpun og verðmætasköpun. Þessu þarf að breyta og snúa við í umhverfi aukins svigrúms fyrir alla sem vilja skapa verðmæti.
  • Opnun hagkerfisins fyrir viðskiptum: Tollar og takmarkanir á inn- og útflutningi draga mjög úr þrótti hagkerfisins. Tollar ættu að heyra sögunni til, helst í gær. Hið sama gildir um aðrar hindranir á viðskipti við útlendinga.
  • Seðlabanki Íslands - leggja hann niður: Ríki og hagkerfi þarf að aðskilja. Það er sennilega stærsta lexían sem þarf að lærast eftir hrunið á fjármálakerfi heimsins. Ríkið á ekki að geta prentað peninga, ákveðið vexti á peningum eða skipt sér af því hver gefur út peninga og hver notar þá. Ríkið á að mæta "tekju"þörf sinni með einfaldri og heiðarlegri skattheimtu, en ekki undirförulli peningaprentun. Gjaldeyrishöftin heyra vitaskuld sögunni til þegar Seðlabanki Íslands hefur verið lagður niður.

Þá er bara að hefjast handa!


mbl.is Boðar 2.200 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalistarnir koma út úr skápnum

"Hreinir" sósíalistar hafa meira og minna verið í felum síðan járntjaldið hrundi í Evrópu og vestrænn almenningur sá loksins hrikalegar afleiðingar sósíalismans með berum augum. Almenningi var sagt að sósíalisminn væri kominn á ruslahaugana en í staðinn komin "þriðja leið" blandaðs hagkerfis jafnaðarmennsku og kapítalisma. Kapítalistarnir fengju að skapa verðmætin, en ríkisvaldið sæi um að koma "réttlátum skerfi" þeirra til þeirra sem "á þyrftu að halda" til að auka "réttlæti" í samfélaginu. Einnig yrði kapítalistunum gert að fylgja þéttriðnu neti laga og reglugerða til að "hjálpa umhverfinu" og "minnka græðgi".

Síðan eru ekki liðin mörg ár. En sagan á það til að endurtaka sig. Nú virðast sósíalistarnir aftur vera komnir út úr skápnum.

Dæmi um það sést til dæmis í pistli á heimasíðu Ungra vinstri grænna: Ein þjóð - eitt ríki - ein matvöruverslun. Þar reynir pistlahöfundur að færa rök fyrir því að "á Íslandi sé aðeins starfrækt ein matvöruverslun og að hún sé á vegum ríkisins", og að sett verði á fót "7 manna verslunarráð sem hefur þann tilgang að taka við ábendingum frá viðskiptavinum og vera "talsmenn neytenda", þ.e. sýna ríkinu aðhald og sjá til þess að það misnoti ekki einokunina". 

Hugmyndir af þessu tagi hafa lengi verið við lýði og raunar má rekja umgjörð fjölmargra ríkisfyrirtækja og stofnana á Íslandi til þeirra. Sem dæmi má taka Bændasamtök Íslands sem hafa það yfirlýsta markmið að "vera málsvari bænda og vinna að framförum og hagsæld í landbúnaði" og njóta ríkulegrar verndar og samstarfs ríkisins til að vinna að því. Á það skal minnt að bændur eru einhver fátækasta stétt landsins, og landbúnaðarvörur á Íslandi með þeim dýrustu í heiminum.

Ekki er langt síðan Íslendingar voru neyddir til að skipta við eitt símfyrirtæki á landinu. Með tilkomu GSM-símanna breyttist ýmislegt, en ekki fyrr en samkeppni var náðarsamlegast leyfð á þessum markaði. Ungt fólk sem hefur alist upp við verðstríð á GSM-töxtum getur tjáð sig fjálglega um visku og miskunnsemi ríkiseinokunar, en þarf þó að kynna sér söguna örlítið til að geta kallað málflutning sinn ábyrgan. 

Dæmin eru mun fleiri en í raun óþörf, því rökhugsun ein nægir til að benda á óumflýjanlegar afleiðingar ríkiseinokunar og -miðstýringar, hvort sem er á markaði heilbrigðisþjónustu eða matvöruverslunar. Afleiðingarnar eru hátt verð, léleg þjónusta, takmarkað úrval, lítil sem engin nýjungagirni, rýrnandi gæði, biðraðir og skammtanir á vöru og þjónustu.

Þetta muna margir af eldri Íslendingum, og hundruð milljóna íbúa í fyrrum kommúnistaríkjum muna vel eftir því þegar "ókeypis" brauð fékkst ekki nema með því að standa í margra klukkutíma röð. Sósíalistarnir sem koma út úr skápnum um þessar mundir ættu að hafa það í huga.


Forræðishyggja og yfirgangur hjá Femínistafélagi Íslands

Femínistafélag Íslands leggst gegn því að staðgöngumæðrun verði heimiluð á Íslandi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni. Félagið telur hættulegt að ganga út frá því að barneignir séu álitin sjálfsögð réttindi og að litið sé á að konur, og æxlunarfæri þeirra, sem verkfæri í þeim tilgangi að tryggja öðrum þessi réttindi.

Femínistafélag Íslands er nú mætt til leiks í umræðunni um staðgöngumæðrun á Íslandi og innlegg félagsins er eins og svo áður mettað af forræðishyggju, siðferðispredikun og röksemdarfærslunni "okkur finnst að löggjafinn eigi að þvinga siðferðismati okkar upp á alla aðra".

Þetta er vel þekkt nálgun frá þessum félagsskap. Ályktanir Femínistafélags Íslands eru gjarnan fyrirsjáanlegar. Þar á bæ er litið svo á að konur sem stíga út fyrir "siðferðis"ramma félagsins eigi ekki að ráða líkama sínum. Þær verði að múra inni í lög og reglur og beina á einhverja aðra braut. Annaðhvort þannig að þær verði að glæpamönnum (eins og í tilviki staðgöngumæðra) eða þeir sem eiga samskipti og viðskipti við þær fái á sig handjárnin (eins og í tilviki viðskiptavina súludansstaða). 

Þessi harða afstaða Femínistafélags Íslands gegn sjálfseignarrétti kvenna er ekki til fyrirmyndar. Hún á ekki heima í frjálsu samfélagi. Hún er sennilega ástæða þess að margir sem í upphafi fögnuðu stofnun Femínistafélags Íslands sem boðbera jafnréttis og umburðarlyndis gerðust fráhverfir félagsskapnum þegar hin harða forræðishyggja félagsins kom í ljós.

Ef félagsmenn Femínistafélagsins vilja ekki að boðið sé upp á staðgöngumæðrun með löglegum hætti á Íslandi þá er þeim í sjálfsvald sett að bjóða ekki upp á slíka þjónustu. En að siga löggjafanum á þá sem hafa aðra skoðun, það er yfirgangur af verstu gerð.


mbl.is Leggst gegn staðgöngumæðrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúdentafélag hægrimanna

Í gegnum tíðina hefur Vaka haldið uppi merkjum hægrimanna innan Háskóla Íslands en undanfarin ár hefur hreyfingin fallið í gildru vinsældarpólitíkur og horfið frá hugsjónum hægristefnunnar.

En eins og með annað þá leysir markaðurinn þetta vandamál enda næg eftirspurn eftir hægrimennsku nú um stundir.

Nokkrir ungir hægrimenn hafa stofnað Stúdentafélag hægrimanna og bjóða nú fram lista sinn til kosninga í Stúdentaráð Háskóla Íslands.

Hægri menn innan háskóla Íslands eru því eindregið hvattir til að kjósa Stúdentafélag hægrimanna í kosningunum í byrjun febrúar.


mbl.is Vaka birtir framboðslista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinaðir föllum vér

Stjórnvöld á Íslandi hafa óskað eftir "samstöðu" Íslendinga til að komast upp úr kreppunni. Menn eru beðnir um að "grafa stríðsöxina" og "vinna saman" að uppbyggingu Íslands. Óskað er eftir "sátt" um þær leiðir sem stjórnvöld hafa valið til að sigrast á efnahagserfiðleikum Íslendinga.

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í áramótaávarpi sínu:

Við stefnum nú þegar í rétta átt og það er sannfæring mín að í sameiningu munum við skapa okkur og afkomendum okkar farsæla framtíð á Íslandi.

Allt þetta tal um samstöðu og samvinnu er góðra gjalda vert. Mönnum vegnar best þar sem þeir geta unnið saman og margar hendur vinna létt verk. En samstaða undir fána stjórnvalda er samt öruggasta leið Íslands til glötunar. Samstaða um sósíalisma ríkisstjórnarinnar er samstaða um glötun Íslands.

Leið Íslendinga úr efnahagsvandræðum sínum liggur á nánast öllum sviðum í þveröfuga átt við þá sem stjórnvöld hafa valið að fara. Hið opinbera á Íslandi er að safna skuldum. Skuldir þurfa að lækka. Hið opinbera er að hækka skatta. Þá þarf að lækka. Skattkerfið er að flækjast á meðan það þyrfti að einfaldast. Sköttum er að fjölga þegar þeim ætti að vera fækka. Regluverkið og opinbert eftirlit vex í umfangi en þyrfti að minnka. Viðskiptahöft (t.d. gjaldeyrishöftin) eru aukin en ætti að vera að fækka. 

Íslendingar þurfa að hrinda þessum sósíalisma af sér og berjast einbeittir og ákveðnir gegn honum. Samstaða um sósíalisma ríkisstjórnarinnar þarf að minnka. Sátt um stefnu stjórnvalda þarf að minnka. Stríðsöxina þarf að slípa en ekki grafa. Það er leiðin út úr vandræðum okkar. Sameinaðir bak við sósílisma ríkisstjórnarinnar föllum vér. 


Útlendingahatur

Það var svosem auðvitað að skipuleggjendur undirskriftarsöfnunarinnar beittu fyrir sig bolabrögðum til að fjölga undirskriftum. Annars er tal ríkisvæðingarsinna með ólíkindum í þessu máli sem öðrum. Orkuveita Reykjavíkur er, svo dæmi sé tekið, tæknilega gjaldþrota. Hún er de dacto í eigu erlendra kröfuhafa. Á sama tíma rembast stjórnmálamenn við að rifta löglega gerðum samningum við erlenda aðila um fjárfestingu í íslenskum orkuiðnaði.

Það er ekki von að útlendingar hafi mikinn áhuga á fjárfestingum hér þegar þeir eru jafnskjótt hraktir frá landinu og ráðamenn hóta að rifta gildum samningum. Telja má að útlendingahatur ráði hér för. Íslendingum finnst alltaf sjálfsagt að græða á útlendingum, en taka ekki mál að útlendingar efnist hér á landi.


mbl.is Skráð gegn vilja sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt að notendur greiði fyrir þjónustuna

Umræðan í kringum sýningarréttinn að heimsmeistarakeppninni í handbolta er farinn að taka á furðulega mynd og menn telja ríkisrekna sjónvarpsstöð hafa einhverjum "skyldum" að gegna í þessu efni. Ríkisútvarpið er ekki þekkt af því að fylgja lögboðnum skyldum sínum um menningarefni í sjónvarpi og þaðan af síður fylgir það þeirri reglu um óhlutdrægni í pólitískum efnum og kveðið er á um í lögum.

Og vitaskuld er ekki nema eðlilegt að þeir sem vilja horfa á tiltekið sjónvarpsefni greiði fyrir það. Eftir atvikum væri hugsanlegt að efni af því tagi sem hér um ræðir yrði sýnt í opinni dagskrá, ef viðkomandi sjónvarpsstöð teldi auglýsingatekjur nægja.

Þetta mál sýnir í hnotskurn fáránleika þess að hér sé rekin ríkissjónvarpsstöð, enda eru einkaaðilar fullfærir um að sinna öllum þeim "skyldum" sem lagðar eru á ríkisútvarpið og það lætur hjá líða að rækja.


mbl.is „Verið að læsa HM í kústaskáp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin út úr vandanum

Skynsamar tillögur á að endurtaka sem oftast í þeirri von að sem flestir kynni sér þær og sannfærist um skynsemi þeirra. Hér er það gert með endurbirtingu á grein Ívars Jónssonar í Morgunblaðinu í dag.

 Leiðin úr vandanum - grein Ívars Jónssonar í Morgunblaðinu 4. janúar 2010

(Greinin er ekki á neinn hátt skrifuð fyrir hönd Frjálshyggjufélagsins. Hún er hins vegar skynsemin uppmáluð og því endurbirt hér í von um að örlítið fleiri lesi hana.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband