Ríkisstarfsmenn

Háskólamenntað fólk vinnur, því miður, allt of margt hjá ríkinu. Fjölmennar stéttir svo sem kennarar og annað starfsfólk skóla, heilbrigðisstarfsmenn, starfsfólk ráðuneyta og annarra stofnanna og starfsmenn ýmisar starfsemi sem er styrkt af ríkinu. Ríkisstarfsmenn skapa fæstir verðmæti, því er æskilegt að fækka þeim og hleypa verðmætu vinnuafli inn á svið sem skapa raunveruleg verðmæti.


mbl.is Langskólamenntaðir hafa langflestir vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað skildi eiga að gera við sjúklinga og börn? Ég hef ferðast um lönd þar sem foreldrar hafa ekki efni á skólagöngu fyrir börn sín og þaðan af síður læknishjálp fyrir þau er það þannig þjóðfélag sem þið viljið búa okkur hér? Það er eins gott að fólk athugi þetta áður en það kýs slíka menn yfir sig. Sporin hræða!

Bergljót Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 07:16

2 identicon

Kennarar skapa tvímælalaust verðmæti.

Björgvin (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 08:47

3 identicon

Hugmyndaflugið er ótakmarkað þegar ríki og bær bætir við starfsmönnum á kostnað skattgreiðenda.

Bý í sveitarfélagi þar sem á árinu var búin til ný staða og ráðinn háskólamenntaður "móttökufulltrúi" sem á að taka á móti nýjum íbúum.  Sýna þeim hvar Apótekið og Kaupfélagið er.  Þess má geta að íbúum sveitarfélagsins fækkaði um 250 á árinu.  Atvinnuskapandi???? Raunveruleg verðmæti???? 

Skattmann (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 08:48

4 identicon

Gaman væri að heyra þig rökstyðja hvernig kennarar landsins eru ekki að skapa verðmæti...

Siggi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 08:48

5 identicon

Þó ríkisstarfsmenn skapi kannski fæstir veraldlegt fjármagn, þá vinna þeir óeigingjörnustu störf þjóðfélagsins. Við ættum nú kannski að vera farin að skilja það að hið raunverulega ríkidæmi felist ekki í fjármagni, heldur menntun og upplýsingu. Þó fjármagn sé að sjálfsögðu nauðsynlegur þáttur þess að halda lífi. Hver á svo að annast fjármagnseigendur þegar þeir verða gamlir, veikjast, lenda í slysi og vilja fá börnin sín menntuð? Það er heldur skömm að því hve lág laun þessara lykilstétta sem kennarar, leikskólakennarar og fólk í umönnunarstörfum ýmisskonar eru, eru.

Addý (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 09:04

6 identicon

Bullið sem velllur út úr fólki hérna. Ríkisstarfsmenn eru ekkert æðri öðru vinnuafli í þessu samfélagi. Ef til dæmis allir verkfræðingar landisns væru á spenanum hjá ríkinu væru menn að væla hér um það hvað þetta væri óeigingjarnt starf og mikilvægi þess fyrir samfélagið að hafa þá í vinnu.

Ef kennarar skapa svona mikil verðmæti af hverju ráðum við ekki 100.000 kennara til starfa og kennum okkur út úr kreppunni? Skapa kennarar einhver verðmæti? hugsanlega einhver en við vitum það ekki fyrr en þeir fá að spreyta sig á frjálsum markaði.

Einhver tuðar hér um það hvort frjálshyggjumenn vilji búa í landi þar sem fólk hefur ekki efni á skólagöngu og læknishjálp. Í engu vestrænu ríki er það vandamál enda vel skilgreindur eignaréttur og þokkalega frjáls samfélög. Vesturlönd eru þó í hægri hnignun vegna aukinnar ríkisafskipta á flestum sviðum.

Siggi skólakerfið okkar er mjög lélegt og það fer allt of mikil verðmæti í það og í súginn í því þar með ætla ég að fullyrða að kennarar á Íslandi skapi lítil sem engin verðmæti.

Landið (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 20:13

7 identicon

Má sem dæmi nefna Svíþjóð, þar er allnokkur hluti skólakerfisins í höndum einkaaðila. Sænskir skólamenn sem hingað komu fyrir nokkrum árum veltu því fyrir sér í hvers konar sósíalistaríki þeir væru eiginlega komnir.

Og þið sem skrifið athugasemdir hér að ofan: Því fleiri sem ríkisstarfsmenn eru, þeim mun minni verðmætasköpun verður í samfélaginu. Ekki að gert sé lítið úr störfum þeirra. Staðreyndin er bara sú að mjög stór hluti ríkisstarfsmanna er óþarfur.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband