25.12.2009 | 14:58
„Skattkerfi frjálshyggjunnar“
Steingrímur í jólakveðjunni:
dreifi byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en skattkerfi frjálshyggjunnar gerði.
Var skattkerfi við lýði hér sem byggðist á frjálshyggju?
Þessi fullyrðing Steingríms J. Sigfússonar verður að teljast undarleg og undirstrikar vanþekkingu hans á hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Hann er eins og Don Kíkótí sem barðist við vindmyllur, ímyndaðan andstæðing.
Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig skattkerfi sem byggist á frjálshyggju hefði getað tekið 37,2% af öllum peningum sem einstaklingur vann sér inn; gert þá að 37,2% þrælum.
Ef hér hefði ríkt skattkerfi byggt á frjálshyggju hefðu skattar verið í lágmarki. Þeir hefðu rétt dugað til að standa straum af helstu grunnstofnunum landsins á borð við dómskerfi og landvarnir. Frjálshyggja er ekki anarkismi.
Skattkerfi byggt á frjálshyggju hefði verið alls óraunhæft á síðustu árum miðað við stærð og geigvænlega útþenslu ríkisbáknsins.
Nær hefði verið fyrir Steingrím að segja í jólakveðju sinni:
... um ármótin verður tekið upp nýtt tekjuskattskerfi sem
vertekur enn meira frá hinum tekjulægstufyrir skattahækkunumog dreifir byrðunum á allt annan ogréttlátarienn ranglátari hátt en skattkerfifrjálshyggjunnarsósíaldemókratisma Sjálfstæðisflokksins gerði. Það þurfti Vinstrihreyfinguna grænt framboð til.
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Athugasemdir
Þetta skattkerfi byggðist upp á frjálshyggju af því að skattkerfið byggðist ekki upp á jöfnuði eins og í dag. Frjálshyggja=ójöfnuður og misskipting auðs.
En eru bara öfgahægrimenn að blogga núna um jólin? Haldið þið ekki upp á jólin eins og hinir?
Bjöggi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:19
Að allir borgi sömu skattprósentu er ekki ójöfnuður. Sá sem þénar fleiri krónur borgar fleiri krónur í skatt. Þetta getur ekki verið jafnara en það. Hátekjuskattur er einmitt ójöfnuður á þá sem þéna meira en meðallaun, drepur niður hvatninguna að vinna meira. Meiri vinna er einmitt það sem við þurfum núna til að borga skuldir en til hvers að standa í því þegar skattmann tekur helmingin.
Eftir allt sem gengið hefur á, á þessu ári þá er ég orðin harðfylgjandi Fönix áætlunini. Hvet fólk til að kynna sér hana.
Stebbi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 17:25
Bjöggi, þú ert alveg úti að aka, annað hvort ertu gjörsamlega viti þín fjær, eða þá að þú ert að tala gegn betri vitund. Skattkerfið hér á landi hefur aldrei byggst á neins konar frjálshyggjuhugmyndum. Jafnaðarstefnan grundvallast á misskiptingu og flutningi tekna milli þjóðfélagshópa. Grundvöllur þessa er stórkostleg skattheimta, eins og þeir hamast við þessa dagana. Skattpína almenning sem mest, svo sem flestir komist á vonarvöl og völd stjórnmálamannanna aukist - aðgerðir núverandi stjórnar verða ekki skýrðar öðruvísi.
Páll (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 18:03
Hagrannsóknir sína þetta svart á hvítu hvernig jafn skattur á alla eykur ójöfnuð.
Bjöggi (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 18:55
Bjöggi, nefndi dæmu úr þessum "hagrannsóknum". Þetta er bara innantómt raus í þér. Þú ert líklega einn af taglhnýtingum ríkisstjórnarinnar - einn af þessum þýlyndu sem vilja láta pína sig - eða ertu kannski einn af þeim sem ekkert greiða í skatt?
Páll (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 02:14
Vandamálið hlýtur að vera fátækt og tækifæraleysi (sér í lagi þeirra verst settu) frekar en ójöfnuður. Stefnumótun hlýtur að eiga að miðast að því að útrýma fátækt og skapa öllum sem best tækifæri, en ekki að koma í veg fyrir að einn sé ríkari eða fái betri tækifæri en annar. Ef menn vilja hið seinna verður það a.m.k. að miklu leyti á kostnað hins fyrra, og þá eru menn að tala um eitthvað allt annað en hag almennings; kannski mætti kalla það öfundarútgerð á vegum hins opinbera. Held að þetta myndband segi þetta betur en ég get nokkurn tíma gert.
http://www.youtube.com/watch?v=okHGCz6xxiw
Annað áhugavert. Ég þekki nokkra Pólverja sem flýðu Sovétríkin til Íslands, fyrirtaksfólk. Þeir hafa engan húmor fyrir tali um ríkisvæðingu og sósíalisma (sem er einmitt það sem þeir flýðu), og þegar ég sagði þeim frá viðtalinu við Svandísi Svavars á Rás 1 um daginn þar sem hún sagði „Við [almenningur] erum ríkið, ríkið erum við“, þá hvarf brosið af vörum þeirra og þeir urðu fölir í framan. Þeir höfðu bragðað á ávöxtum þeirrar hugmyndafræði fyrr, og voru ekki fúsir í annan bita.
Þórarinn (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.