Alltof þungar refsingar

Refsingar í fíkniefnabrotum eru út úr öllu korti. Við innflutning á fíkiefnum er enginn beinn brotaþoli. Eftirspurnin er til staðar og henni verður annað. Hér er ekki verið að mæla því bót að allur innflutningur fíkniefna verði lögleiddur, en hins vegar er tíu ára fangelsisdómur fyrir innflutning fíkniefna út úr öllu korti.
mbl.is Tveir í 10 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Sekum ber að refsa. Alltaf má deila um lengd refsinganna. Svo kostar víst hver fangi þjóðina 8,7 milljónir á ári! Fangelsin eru yfirfull og biðlistar langir. Hvernig á þetta að ganga upp?

Björn Birgisson, 3.12.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Andspilling

Eins og í öðrum glæpamálum þar sem gerendur eru að mestu hvítir karlmenn er refsing allt allt allt og lág.

Réttast væri að dæma þessa menn í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn, sama á við um viðbjóðslega hvítflibbaglæpamenn sem ræna rupla og stela í skóli spillingar og skorts á hegningarlögum. En fyrir þá síðarnefndu ætti að dæma þá til 23 stunda einangrunar að auki.

Andspilling, 3.12.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Andspilling

Þá ætti að dæma pólitíkusa sem hafa gerst sekir um að þiggja mútur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn og 24 tíma einangrun fyrir utan 1 klukkutíma á viku sem þeir mega sjá sólina.

Svona lög myndu kannski kenna ykkur pissudúkkunum að bera virðingu fyrir umhverfi ykkar og læra að spillingu fylgir ábyrgð!

Andspilling, 3.12.2009 kl. 20:16

4 identicon

Þú sem kallar þig Andspilling ert að boða réttarfar áþekkt því sem tíðkast og tíðkaðist í kommúnistaríkjum. Fælingarmáttur refsinga er stórkostlega ofmetinn. Brotum á fíkniefnalöggjöfinni hefur ekkert fækkað með harðari refsingum - þeim hefur þvert á móti fjölgað. Sífellt harðari refsingar leysa engan vanda, en skapa mikinn vanda.

Sigga (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:24

5 identicon

Of þung refsing og enginn brotaþoli segir þú. hvernig væri þá að láta viðkomandi aðila innbyrða innflutningsefnin á svipuðum tíma og það tók að koma þeim til landsins?

sigurður Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 02:50

6 identicon

Sigurður, hvað meinarðu með þessu kommenti þínum, ertu að meina að neiða þá til að taka inn allt sem þeir reyndu að smygla á jafn löngum tíma og það tók þá að sigla til landsinns?

Ertu líka að draga í efa að það sé ekkert fórnarlamb?  Þeir sem nota þessi efni kjósa það sjálfir. Kemur þér ekkert við.

Óli (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband