2.12.2009 | 12:37
Öfundin leynist víða
Ef til vill hafa einhverjir fiminístar, öfundarmenn hinnar íðilfögru Ásdísar Ránar, kosið að gera henni skáveifu, sem aftur leiðir hugann að því hversu illa öfund getur farið með heilu þjóðirnar. Íslendingar eru ákaflega þungt haldnir af þessari sótt. Núverandi valdhafar stjórnast af henni og þola engum manni velgengni - allt skal skattlagt upp í rjáfur.
Við sem unnum frelsi einstaklingsins viljum að menn fái að njóta hæfileika sinna og mannkosta án ofríkis og afskipta öfundarmanna.
Ásdísi Rán hent út af Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hahahaha, hvað eru fimínistar og skáveifur. Getum við túlkað þetta sem ályktun gegn öfundsýki? Allri öfundsýki eða bara öfundsýki ljóts fólks? Nú er ekki tíminn til að vera ónákvæmur þegar við þurfum að berjast gegn þessu ljóta meini á íslenzkri þjóð.
Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:19
Þið eruð aldeilis fræðilegur í þessu félagi. Maður getur ekki annað en heillast af þessari mögnuðu niðurstöðu: "Ef til vill voru það hugsanlega kannski feministar, sem eru öfundsjukir einstaklingar, enda ógisslega ljótir, sem minnir okkur á að... bla bla... frelsi!!! ".
Lærið að hugsa, tala svo um frelsi!
Bryndis (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:44
Merkileg staðreynd hvers vegna gjörvulegt fólk hallast frekar til hægri en vinstri. Ég held að þessi Bryndís hér að ofan ætti að temja sér agaðri hugsunarhátt áður en hún tjáir sig. Það er ekki heil brú í því sem hún er að segja, eflaust er hún bara græn að öfund út í fegurð frænku minnar Ásdísar Ránar.
Sigga (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.