26.11.2009 | 12:44
Fátækt í sæluríki sósíalismans?
Á umliðnum áratugum hefur verið byggt upp ofursósíaldemókratískt ríki á Íslandi, þar sem megnið af landsframleiðslunni fer í samneyslu. Efnahagskerfi þessa ofursósíaldemókratíska ríkis hrundi. Þá komu ennþá sósíaldemókratískir menn fram og hrifsuðu til sín völdin með ofbeldi. - Í krafti þess að þeir vildu m.a. bæta kjör þeirra sem lakast standa. Samt versnar atvinnuástandið með hverri viku og fátækt fer vaxandi. Hvernig má það vera í sæluríki sósíalismans?
"Hér sveltur enginn", sögðu kommissararnir í Ráðstjórnarríkjunum þegar almenningurinn hrundi niður úr hor, í hungursneið sem var skipulögð af stjórnvöldum.
Aðgerðir núverandi valdhafa eru að kalla örbirgð yfir þjóðina.
430 fjölskyldur fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ha ha ha, þú hlýtur að vera að grínast. Já, það er nýjum skattatillögum Steingríms og Jóhönnu um að kenna að 430 fjölskyldur leita sér aðstoðar. Kanntu annan betri?
Skattahækkanirnar hafa ekki einu sinni tekið gildi ennþá!!!!!!
Þetta er afleiðing 18 ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins (+Framsóknar og Samfylkingar) og frjálshyggjuöfga ala DO og HHG.
Þið allra hörðustu frjálshyggjumenn sem enn halda tryggð við moggabloggið ættu að líta ykkur nær og fara í smá sjálfskoðun í stað þess að gera stöðugt hróp að slökkviliðinu.
Diddi (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 14:28
Diddi: Enda er Sjálfstæðisflokkurinn ekki frjálshyggjuflokkur, heldur álíka lélegur sósíaldemokratískur og allir hinir flokkarnir.
Alltaf jafn fyndið að sjá hvernig menn halda að einhver frjálshyggja hafi klikkað hér, þegar það var engin frjálshyggja hér til að byrja með, og þess vegna sé lausnin að fara lengst til vinstri.
Það sorglegasta er að það er fátæka fólkið sem mun blæða mest þegar á líður. Þetta er enn eitt dæmið um fólk sem heldur að það sé að fá eitthvað frá ríkisstjórninni þegar raunin er sú að svo er ekki.
Ari Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:28
Ég hvet hér með Frjálshyggjufélagið til að segja sig algjörlega skilið við þessa skömm sem Sjálfstæðisflokkurinn er, og tilkynna það þannig að það fari ekki á milli mála. Sjálfstæðisflokkurinn kemur frjálshyggju bara nákvæmlega ekkert við.
Ari Jónsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:31
Hvað nákvæmlega fór úrskeiðis í sæluríki sósíalismans að ykkar mati? Er ekki hægt að færa rök fyrir því að hefði ríkið verið ENN umsvifameira hefði ekki farið sem fór? Eða að innrammaðra regluverk hefði þröngvað fjármálayfirstjórninni til skynsamlegri reksturs? Ég er sammála því að frjálshyggjan hafi ekki beðið skipbrot sem hugmyndafræði, enda ætlast til þess innan hennar að sé heimskuleg áhætta tekin geti menn vænst þess að fara á hausinn.
En vandinn var ekki sósíalískur. Mistökin voru gerð í bönkunum og þeim reikningi sem þar skapaðist verður nú deilt jafnt niður á alla, hvort sem þeir tóku þátt í leiknum eða ekki. Það hefur virkað ágætlega að deila ágóða landsframleiðslunnar niður á þjóðina, en það var ekki fyrr en handfylli af mönnum stofnaði til stjarnfræðilegra lána að allt hrundi. Ekki satt?
Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:27
Hahaha, af því fátækt þekkist ekki meðal kapítalískra ríkja? Kanntu annan?
Páll Geir Bjarnason, 27.11.2009 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.