Umhverfisráðherra berst gegn atvinnuuppbyggingu

Það er rétt athugað hjá Skúla Thoroddsen að Svandís Svavarsdóttir hefur vart samúð með atvinnulausu fólki. hennar samúð liggur annars staðar. Samúð forvera hennar lá hjá ellihrumum ísbjörnum.

Kjarni málsins er sá að þjóðin á skilið betri stjórnmálamenn. Hún á skilið stjórnmálamenn sem skilja kjör og hagi fólksins í landinu. Vinstri-elítan (og líka stór hluti hægrimanna) hefur alið lungan úr sinni ævi lokað inni í kjaftadeildum Háskólans. Það skilur ekki kjör vinnandi fólks í landinu. Það skilur ekki hvernig verðmætin verða til.

Slíkt fólk er ekki einasta vanhæft til að stjórna landinu, það er líka veruleikafirrt.


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála!

Óli (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 12:48

2 identicon

Þetta er rétt hjá Skúla.  Hann mátti vera grófari því hun Svandís er vanhæf það verður ekki um deilt.  Hún verður vonandi ekki lengi i þessu embætti enda mikil skömm að henni

Baldur (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 15:16

3 identicon

Er það rétt skilið að Frjálshyggjufélagið styðji risavaxnar ríkisframkvæmdir? Ég hélt að það væri eðlilegur skilningur frjálshyggjufólks að slíkt myndi að endingu koma niður á einkaframtaki og því í raun ekki stuðla að atvinnuuppbyggingu. Leiðréttið mig ef rangt reynist.

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 17:17

4 identicon

Held að frjálshyggjumenn séu hér fyrst og fremst að benda á að ríkisvaldið eigi ekki að standa í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu ekki að mæla með ríkisframkvæmdum.

Landið (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 23:04

5 identicon

Konan er illa skemmd, vanhæf kommúnista tuðra.  synd að slíkt komist til valda í landi eins og okkar.  Styð skula fullkomnlega í þessu enda kominn tími til að Svandís skilji hvar hún er í goggunarröð.  Enginn ber virðingu fyrir henni

Steinn (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 00:19

6 identicon

Ég ber mikla virðingu fyrir henni, enda búinn að vera lokaður inni í Háskólanum svo lengi.

Að reyna að gengisfella röksemdafærslur fólks á grundvelli þess hvar það hefur alið manninn er kallað ad hominem rök og eru yfirleitt flokkuð með svokölluðum rökvillum. Að vissu leyti skilur menntað fólk bara mun betur hvernig hlutirnir virka en margir sem hafa ekki haft tíma til að liggja yfir því. Frjálshyggjufélagið ykkar lítur væntanlega mikið til Chicago-háskólans hvað stefnu sína varðar og það er nú bara augljóst lýðskrum að tala um kjaftadeildir háskólanna sem hafa í raun lagt óendanlega mikið til okkar menningar.

Frjálshyggjustefnan í heild sinni hefur síðan verið þekkt fyrir allt annað en að taka tillit til fólks sem er dæmt til að vinna lúsarvinnu alla sína tíð, enda viðurkennir hún ekki að það sé á könnu samfélagsins að taka tillit til aðstæðna sem hafa áhrif á líf fólks og það hefur enga stjórn á sjálft (s.s. sjúkdómar, félagslegar aðstæður, örorka, hvar það fæðist, af hvaða kyni og húðlit).

Hvað atvinnuuppbyggingu varðar getur hún verið á margs konar hátt sem ógnar ekki lífríkinu og framtíðarjafnvægi efnahagskerfisins. Risavaxnar ríkisframkvæmdir, eins og virkjanir yrðu alltaf, skapa þenslu sem er ekki vinur atvinnulífsins í því kerfi sem við búum við. Lesið bara hagfræði, spekúlantar.

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 04:42

7 identicon

Finnur G: Ég fullyrði það að 2/3 af þeim sem stunda háskólanám eiga ekki erindi í slíkt nám nema vegna gífurlegrar gengisfellingar á námi sem átt hefur sér stað síðustu áratugi. Hellingur af fögum eru kjaftafög og nýtast illa á frjálsum markaði. Menningarlegt gildi þeirra er þitt persónulega mat. Annars ætla ég ekki út í umræðu um slíkt enda er oft erfitt að greina á milli stétta sem eru í gíslingu ríkisvaldsins og þeirra sem eru háðar öndunarvél ríkisins.

Þá telur þú þig vissan í þinni sök hvert frjálshyggjumenn líta til fyrirmyndar og til hvers þeir og stefna þeirra tekur tillit til.

Frjálshyggja ólíkt sósíalisma eða öðrum jafnaðar og vinstristefnum tekur einmitt tillit til þeirra sem minnst hafa því frjálshyggja viðurkennir grundvallaréttindi einstaklinga ekki hópa. Frjálshyggja flokkar fólk ekki niður í hópa eða greinir á milli þeirra eins og aðrar stefnur. Þá gera frjálshyggjumenn greinarmun á samfélagi og ríki. Gleymum því heldur ekki að fátækasta fólkið hefur það besta í frjálsustu ríkjunum. Þá er meiri hreyfing milli þjóðfélagshópa eftir því sem ríki eru frjálsari og meiri kapítalsimi við völd.

Ríkisframkvæmdir eru í eðli sínu rangar því þær færa verðmæti frá einum til annars með valdi. Það er hins vegar alveg eftir eðli framkvæmdarinnar komið hvort hún ýti undir þrýsting eða ekki. Hagfræði þekking Finns er greinilega af skornum skamti.

Landið (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:19

8 identicon

Kæra Landið,

Ég fagna þessari umræðu. Lítum á hvað við erum komin langt frá þessu: "Konan er illa skemmd, vanhæf kommúnista tuðra."
Ég skal fúslega viðurkenna það að hagfræðiþekking mín er skammt á veg kominn, en ég er samt að lesa hagfræðirit eftir ótrúlega frjálshyggjusinnaðan höfund, Henry Hazlitt. Hann dregur þær ályktanir sem ég talaði um, alla vega hvað varðar mjög stórar ríkisframkvæmdir sem á við um virkjanir og lagningu mjög viðamikilla háspennulína. Ég fór samt frekar langt út fyrir efnið í síðasta svari og það er ekki gott. Við hljótum alla vega að geta verið sammála um að mishátt raforkuverð til neytenda sé óréttlátt? Og sú fyrirgreiðsla ríkisins til handa ákveðnum álfyrirtækjum mismuni atvinnurekendum? Sem leiðir til óréttláts samkeppnisumhverfis og gjaldþrota annarra launagreiðenda, til dæmis grænmetisbænda. Sem leiðir til þess að fjölbreytni innan atvinnulífsins minnkar og áhætta eykst þegar öll eggin eru sett í sömu körfu.

Sannleikurinn er sá að Frjálshyggjufélagið er mér algjörlega sammála í þessum efnum, eða var það alla vega fyrir stuttu þegar það ályktaði gegn endalausri áherslu á álframleiðslu og ríkisframkvæmdir. Af hverju ekki núna?

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 19:14

9 identicon

"Ríkisframkvæmdir eru í eðli sínu rangar því þær færa verðmæti frá einum til annars með valdi." - Landið í fyrra svari.

Hvort þær ýti undir þrýsting á hagkerfið er svo annað og flóknara mál.

Það er alls ekki réttlátt að þvinga bakaran til að selja öllum brauðið á sama verði. Ríkisfyrirtæki lúta hins vegar öðrum lögmálum og ættu að ganga til borðs með jafnræði í huga. Þá ættu ríkisfyrirætki ekki að vera starfrækt yfir höfuð. Kárahnjúkar hefði t.d. aldrei orðið að veruleika ef Landsvirkjun hefði verið einkafyrirtæki.

Það sem greinahöfundur frjálshyggjufélagsins segir hins vegar um Svandísi er hárrétt. Hún er ekki starfi sínu vaxin og hefur lítinn sem engann skilning á atvinnulífinu, frekar en aðrir stjórnmálamenn.

Landið (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband