25.11.2009 | 23:22
Vanhæf ríkistjórn
Þannig hljómuðu ung-kratar, græningjar og aðrir sósíalistar fyrir rúmu ári síðan og höfðu ekki að öllu leiti rangt fyrir sér. Ríkistjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafði lítið gert í aðdraganda kreppunnar til að hagræða í stjórnkerfinu og draga saman seglin á þeim sviðum sem mátti draga þau saman. Peningamálastefna, fiat money stefnan, er löngu úr sér gengin en samt var þráast við og reynt að halda í sterka krónu fyrir fallandi fjármálastofnanir.
Nýja ríkistjórnin, ríkistjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, sem lofaði nýju Íslandi er ef til vill vanhæfari og að öllu leiti óhæf til að stjórna landinu. Icesave framkoma Steingríms og Jóhönnu er enn einn leikþátturinn sem landsmenn þurfa að horfa á og borga fyrir löngu eftir að sjónhverfingar kvendið Jóhanna er horfin af sviðinu.
Það skortir lagalega stoð fyrir kröfu Breta og Hollendinga, það eru siðferðislegir annmarkar á kröfu þeirra en pólitískur vilji íslenskra stjórnmálamanna, Steingríms og Jóhönnu, hefur keyrt málið áfram og á endanum á herðar íslenskra skattgreiðenda.
Það er grundvallar regla meðal frjálsra manna að hver og einn beri ábyrgð á eigin ákvörðunum og gjörðum. Látum þá sem stofnuðu til reikninganna og þeirra sem lögðu inn á þá útkljá ágreining sinn sín á milli og deila ábyrgðinni.
Brown álítur Icesave bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst bara ótrúlegt að þjóðin hafi sett valdið í hendurnar á VG og xS.
Kannski vegna þess að ég er sjálfstæðismaður og styð að fólk eigi að fá sín tækifæri að opna fyrirtæki og hagnast á þeim o.sfrv.
En að setja landið í hendurnar á þessari kerlingu og Steingrími var fyrirfram vitað að væri dauðadómur og orðtækið fólk er fífl sannast eina ferðina enn.
Gleymum því heldur ekki að fólk sem steypti sér í skuldir hafði val og valdi rangt, ekki við neinn að sakast nema sjálft sig.
Ég hef og fæ reglulega tilboð að hækka mína heimild á því eina kreditkorti sem ég hef en ég ríf nú bara seðilinn og hendi honum í ruslið enda ætla ég ekki að fara að veita mér einhverja dauða hluti bara til að vera með sýndarmennsku.
Finnst mikilvægara að staðgreiða það sem ég kaupi. Safna fyrir því og slepp því við alla vexti sem margir eru svo hrifnir af með bull kreditkortagreiðslum.
Af hverju að kaupa sér sjónvarp á raðgreiðslum? Ég bara skil ekki fólk sem gerir svona og kem aldrei til með að gera.
Af hverju að fara í utanlandsferð á raðgreiðslu? Er ekki hægt að slaka á heima hjá sér í sumarfríinu og jafnvel tjalda?
Nei sennilega ekki því sýndarmennska Íslendinga er svo rosalega að flestir verða að hafa fellihýsi eða tjaldvagn sem er varla nógu gott lengur.
Ég á kúlutjald og það dugar okkur hjónum, ótrúlegt en satt.
Icesave er auðvitað klúður en að fólk reyni að kenna því um sitt ástand er rugl því í alltof mörgum tilfellum eyddi fólk eins og það vissi ekki aura sinna tal.
Ég veit um tugi fólks sem gerðu þetta, allir sem ég þekki þekkja aðra tugi sem gerðu þetta þannig að ekki einu sinni reyna að halda því fram(þið sem kommentið) að það hafi ekki verið bull í gangi á Íslandi.
Ég er að missa mína vinnu um áramótin en vonandi fæ ég eitthvað nýtt. Konan heldur sinni vinnu og það er nóg til að lifa á. Þó við færum bæði á bætur þá mundum við samt lifa það af, þröngt í búi vissulega en mundi ganga því við reiknuðum dæmið þannig að EF til þess kæmi að við myndum missa vinnuna þá mundum við samt standa í skilum við okkar.
Já og annað, við höfum verið gagnrýnd fyrir það, fólk sagði okkur ekki lifa lífinu, státaði sig svo á nýjum jeppum og fellihýsum sem voru á 100% lánum, já það eru einmitt við sem erum ekki að lifa lífinu.
Júlíus (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.