25.11.2009 | 06:52
Jóladagatalið II (Skattatalið)
Því meira sem ríkið tekur frá vinnumarkaðnum þeim mun minni sparnaður safnast upp og þeim mun minna verður um fjárfestingar í atvinnulífinu. Slíkt dregur úr verðmætasköpun og hamlar nýsköpun. Lausnin er ekki fólgin í aukinni skattheimtu heldur harðari niðurskurði og lægri sköttum.
Það er fráleitt að ríkið sé að reka fjöldan allan af ríkisháskólum í kreppu eða tugi stofnanna. Niðurskurður er óhjákvæmilegur og þeim mun fyrr sem farið verður í hann þeim mun betra.
Hækkun áfengisgjalds getur orðið töluvert hærra en nú er eins og sjá má hér: http://frjalshyggjufelagid.blog.is/blog/frjalshyggjufelagid/entry/964140/
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:58 | Facebook
Athugasemdir
Rétt er það að taka þarf til endurskoðunar þá staðreynd að hér séu reknir margir háskólar, hvort sem er í einkarekstri eða opinberum því einkaskólar eru líka á framlögum frá ríki og kostar það mikla peninga.
mbk.
Geir Guðbrandsson, nemandi við einkarekinn háskóla.
Geir Guðbrandsson, 25.11.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.