Allt í plati

Hvernig stendur á því að Finnar þessi mikla ESB þjóð skuli hafa svipað atvinnuleysi og Ísland sem fyrir rétt rúmu ári fauk á hliðina, getur þetta verið rétt? Mbl.is hlýtur að vera að plata lesendur sína. Finnland er í öruggri höfn ESB þar sem smjör drýpur af hverju strái.  Ríkistjórn Íslands með Steingrím og Jóhönnu í fararbroddi hefur lofað okkur því að öll hugsanleg vandamál okkar leysist með framsali á fullveldi og auðlindum til ESB.

Getur verið að lausnir ESB eins og lausnir ríkistjórnarinnar séu bara allt í plati?


mbl.is Atvinnuleysi eykst í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva, er atvinnuleysið svona mikið í Finnlandi?  Og meira að segja meira en hér á landi?!?? Og landið er í ESB?

Átti ekki ESB að gera lönd ónæm fyrir kreppum og atvinnuleysi?  Hvað er að gerast hér?  Þetta getur ekki passað?!?!?

Gunnar R. Grétarsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:53

2 identicon

Enda stenst þetta ekki í raun, stór hluti af þessum tölum eru útlendingar sem koma til Finnlands og sitja svo á rassgatinu í skóla á fullum bótum því kerfið hérna býður uppá það. 

Hérna vantar fullt af fólki í allskyns vinnur, hægt að sjá það td á vefsíðum einsog www.mol.fi og www.monster.fi ef menn hafa áhuga.

Kveðja úr Finnlandinu

HKG

HKG (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:10

3 identicon

HKG: Býður kerfið ekki upp á það einmitt vegna þess að þið hafið alla blessuðu ESB löggjöfina?

Arnór (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:22

4 identicon

Það er almenn regla alls staðar þar sem atvinnuleysi er mælt að taka ekki þá sem eru í námi inn í slíkar tölur. Þannig að Finnar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að fjöldinn allur af fólki sé að koma til Finnlands og misnota þar velferðakerfið til að mennta sig.

Annars merkilegt að skattgreiðendur í Finnlandi sætti sig við það að borga fyrir nám fólks héðan og þaðan sem síðan er farið til síns heima.

Landið (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband