24.11.2009 | 08:44
Réttarríkið
Án þess að þekkja til þessa máls eða annarra sem í rannsókn eru og rata á forsíður fjölmiðla er sérstaklega mikilvægt að minna stjórnvöld á að viðhalda réttarríki og réttaröryggi, einkum á erfiðum tímum.
Það er vinsæl krafa að gera eignir stóreignafólks upptækar og sérstaklega þeirra sem stundað hafa viðskipti eða verið stórtækir á markaðnum undan farin ár. Það er hvorki glæpur að græða eða tapa á viðskiptum. Hafi hins vegar eitthvað óeðlilegt og ólöglegt átt sér stað er full ástæða til að rannsaka slíkt. Það verður þó að gera í samræmi við þær reglur sem gilda um slíkar rannsóknir.
Núverandi ríkistjórn hefur allt of oft beitt bellibrögðum og sjónhverfingum til að beina umræðu og athygli á annað en eigin vandamál og getuleysi til að takast á við þau mál sem fyrir henni blasa. Misnotkun á opinberum stofnunum og embættum til að beina athygli almennings má ekki og á ekki að eiga sér stað.
Stjórnarskrárákvæði og önnur lagaákvæði sem sett eru til að vernda grundvallaréttindi einstaklinga eiga ekki síst við á erfiðum tímum og þá sérstaklega.
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það gat nú verið að það kæmi e h svona frá ykkur! Vonda vinstri stjórnin er vond við glæpamennina sem sendu okkur öll til helvítis!
óli (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 22:05
Þannig að þú gefur þér Óli að allir sem áttu viðskipti og töpuðu peningum séu glæpamenn. Ætlast þá til þess að lög og reglu gildi ekki um þá. Hvað þegar ríkistjórnin beinir spjótum sínum að þér? Hver á þá að standa upp og verja grundvallaréttindi þín?
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.