24.11.2009 | 07:22
Jóladagatalið
Vinstristjórnin er eins og jóladagatalið með skattahækkanir, það er settur á nýr skattur á hverjum degi til jóla eða jafnvel út kjörtímabilið. Þá er bara spurning hvaða boð og bönn við fáum í skóinn.
Það er fráleidd speki að ætla að koma Íslandi út úr kreppunni á þann veg að tæma vasa vinnumarkaðarins og einstaklinga með endalausum sköttum og skattahækkunum.
Kreppan sem við erum nú að ganga í gegnum er sprottin úr viðjum ríkistjórna og peningastefnu ríkistjórna. Aukin afskipti af fjármálamörkuðum t.d. í formi skilyrtra lána og niðurfellingar á greiðslumati leiddu til verstu eignabólu sem nokkurn tíman hefur gengið yfir. Lausnin á kreppunni er ekki ríkisafskipti, ríkisafskipti eru vandamálið.
Ef einhvern tíman er þörf á frjálsum markaði og litlum ríkisafskiptum er það í kreppum. Þau verðmæti sem losna úr gjaldþrota fyrirtækjum nýtast ekki í súrefnislausu skattaumhverfi vinstrimanna. Hvenær hefur það komið í veg fyrir kreppur eða læknað kreppur að færa verðmæti frá þeim sem skapa þau í svarthol ríkisstofnanna?
Nýtt gjald á heitt vatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi tilraun var reynd í Rúmeníu þegar Ceausecu ætlaði að skattleggja landið út úr eymdinni sem kommúnismin var búinn að koma landinu í árið 1980.
Þessi tilraun endaði illa. Rúmenar máttu þola efnahagslegar hörmungar, meiri eymd, skort, rafmangsleysi og matarskort á árunum allt til 1989 þegar þessari tilraun var hrundið af fólkinu landinu í blóðugri byltingu þar sem Ceausescu og kona hans voru tekin af lífi á jóladag 1989.
Tilraun með sósíalisma var hætt árið 1989 í Austur-Evrópu, enda var um vonlaust fyrirbrigði að ræða sem leiddi einungis hörmungar yfir þegna sína.
20 árum síðar var ákveðið að taka upp þessar tilraun hér á landi af "velferðarstjórn" Jóhönnu og Steingríms. Það er einlæg von mín að þessari tilraun verði hrundið sem fyrst, því með skattlagningu er verið að greiða fyrir niðurfellingu skulda auð- og óreiðumanna sem settu landið á hausinn.
Munið að sósíalismi er hugmyndafræði öfundar, illsku og haturs.
Pétur (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.