9.11.2009 | 20:43
Ofbeldi vinstrimanna
Enn heldur sósíalistastjórnin áfram að berja á almenningi. Vinstrimenn vita fátt verra en að duglegir menn njóti ávaxta af sinni vinnu - ónei allt skal fara í ríkishítina. Hér er beinlínis verið að nota skattkerfið til að búa til lágtekjusamfélag. Aðgerð sem þessi mun ein og út af fyrir sig hafa í för með sér fólksflótta dugmikils fólks. Gleymum því að hálfmilljón í mánaðarlaun fyrir skatta eru ekki háar tekjur. Spáð er hraðminnkandi kaupmætti á næsta ári og munu aðgerðir stjórnvalda koma mjög illa við þá sem þurfa að bæta við sig vinnu til að geta greitt afborganir af lánum. Skattahækkanirnar eru tilræði við fólkið í landinu.
Nær væri að gera Ísland að skattaparadís og fella algjörlega niður skatt á launatekjur. Báknið skal burt, skera kal niður í rekstri hins opinbera um samsvarandi hlutfall. Við þvílíka breytingu yrði eftirsóknarvert að búa hér á landi, en því miður verður þetta ekki reyndin, því núverandi stjórnvöld þola ekki að fólk njóti frelsis.
Alltaf eru sósíalistar samir við sig í sínu ofbeldi. Rétt er að huga að því nú þegar rétt tuttugu ár eru liðin frá falli Berlínamúrsins og falli versta harðstjórnarveldis mannskynssögunnar sem fylgdi í kjölfarið. Harðstjórnarveldi sem ýmsir af núverandi ráðherrum tilbáðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.