Lengir í kreppunni

Hærri skattar draga úr bæði neyslu og sparnaði. Þar með dregst saman fjárfesting í atvinnulífinu og hægir á verðmætasköpun og sköpun nýrra starfa.  Kreppan verður því langvinnari og erfiðari fyrir Íslendinga. Rétt væri að stjórnvöld lækkuðu skatta og byrjuðu að skera niður. Hvar má byrja:

20 milljarðar í tónlistar- og ráðstefnuhúsi.

Ríkið þarf ekki að reka 5 ríkisháskóla (HI, HR, Bifröst, HA og Landbúnaðarháskólann)

Utanríkisþjónustan, á ekki Svavar hvort sem er að leysa öll mál og uppgjöf gegn ESB?

Heilbrigðiskerfið, ef setja á 10 prósent skatt á meðaltekju og efnameira fólk þá ætti miklu frekar að færa kostnað af grunnþjónustu í heilbrigðiskerfinu yfir á einstaklinga. Ríkið, skattgreiðendur, getur þá áfarm greitt fyrir þá sem ekki hafa efni á því og dýrir meðferðir og aðgerðir.

Drögum uppgjöfina til ESB til baka, 2 til 4 milljarðar.


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, drengir mínir, það verður að klóra í bakkann og reyna að borga upp frjálshyggjutilraunir liðinna ára.

Hisvegar tek ég undir með ykkur, að ævintýrið um tónlistarhöllina átti að slá af. Það voru hörmuleg mistök hjá ríki og borg að halda áfram með þau ósköp. Ennfremur ætti að slá ,,einkaháskólana," sem ríkið fjármagnar, HR og Bifrastarbáknið, umsvifalaust af. 

Þannir er nú það, drengir mínir.

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 19:32

2 identicon

Já og ég minnka við mig launin og fer niður í 499.000.- og borga 37% af þeirri upphæð, í stað þess að borga 37% af 890,000... restina tek ég í arð... einfalt.  þtta eru nú meiri þorskhausarnir ;)

Sigurjón Digri (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:08

3 identicon

Hvaða frjálshyggjutilraun? Væri Jóhannes til í að gera betur grein fyrir henni?

Þá má benda fólki á að kreppan er komin til vegna ríkisábyrgða á húsnæðislánum og ríkisákvörðunum um lága vexti bæði í EU og USA.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 20:15

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

höfundur Þórarinn Hjartarson, dags 04-11-2009 09:00

Ræða flutt á ráðstefnu Rauðs vettvangs 10. október.

1. Um orsakir kreppunnar

• Sjálfstæðisflokkurinn segir: Hugmyndafræðin og efnahagsstefnan var góð en einstaklingarnir brugðust. Þeir menn yfirtóku því miður sviðið, sem amma Davíðs Oddssonar nefndi „óreiðumenn“.

• Þorvaldur Gylfason segir: Einkavæðingin var vitlaust framkvæmd, enda framkvæmd af spilltri stjórnmálastétt.

• Jóhanna og Steingrímur segja: Það var efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins sem gaf græðginni lausan tauminn og þar með tók græðgin völdin í landinu. En með vinstri menn við stjórnvölinn og með auknu eftirliti má laga kerfið á ný og byggja hér norrænt velferðarkerfi..

Til að byrja með aðeins um græðgina. Það er alveg út í hött að kenna græðginni um kreppuna. Græðgin, gróðasóknin er eina driffjöður kapítalismans. Þar með er hún innsta eðli hans og fjöregg. Án gróðasóknar – enginn kapítalismi. Að kenna græðginni kreppuna er eins og að segja að bílslys hafi stafað af því að vél var í bílum.

Kreppuskýringar þessa fólks sem ég vísaði til eiga það sameiginlegt að hafa mjög takmarkað sjónarhorn og fókus. Þau segja öll: Þetta var klúður. Þau segja líka öll, nema kannski Sjálfstæðisflokkurinn: Þetta var séríslenskt klúður og hálfvitagangur. Rangir aðilar fengu að ráða ferðinni í fjármálakerfinu og stjórnkerfinu.

Það er ekki séríslenskt að kalla kreppuna klúður. Í hverju landinu af öðru má sjá skýringanna leitað í hagstjórnarmistökum stjórnvalda. Enda hafa fjölmargar ríkisstjórnir ýmist hrökklast frá völdum eða sitja nú við litlar vinsældir og bíða kosninga.

Marxista, hins vegar, dettur ekki í hug að kenna neinu klúðri um yfirstandandi kreppu. Það dygði ekki til, nánast hvar sem væri í hinum kapítalíska heimi, jafnvel þótt eintóm fjármálaséní væru í ríkisstjórn, þá gætu þau ekki stýrt framhjá kreppunni. Hér er nefnilega um að ræða kerfiskreppu, þjóðfélagsskipan í kreppu.

Í framhaldi af því fullyrði ég að kreppan sé ekki í meginatriðum heimatilbúin þótt hún hafi vissulega mörg íslensk sérkenni og sé líka dýpri hér en víðast hvar, enn sem komið er. Flest þau fyrirbrigði sem bent er á, sem skýringar á hruninu á Íslandi, eru alþjóðleg fyrirbrigði. Ísland er miklu frekar dæmigert en undantekning, og þróunin hér á landi sýnir öll megineinkenni þróunar þeirra landa sem hafa verið fremst í þeim meginstraumi sem heimskapítalisminn hefur fylgt síðustu áratugi.

Ég kem bráðum að því.

Víkjum þá að fyrirbærinu „kapítalísk kreppa“. Allt frá upphafi 19 aldar, þ.e.a.s. allt frá iðnbyltingu og uppkomu auðvaldskerfisins, hefur framleiðsla og efnahagslíf auðvaldsríkja haft það sem eitt megineinkenni að vera trufluð alltaf við og við af efnahagskreppum sem skaka og stundum lama samfélagið. Gangur þeirra hefur þó breyst lítillega í tímans rás.

Þar sem kapítalískur markaður fær að stjórna sér sjálfur – í anda Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar – hafa kreppur orðið tíðar, eins og þær voru á 19. öld. Eftir kreppuna miklu á 4. áratugnum, þegar efnahagsleg ríkisafskipti jukust – í anda Bretans John Maynard Keynes – hafa kreppurnar orðið nokkru færri en áður en ekki endilega neitt minni. Undantekning er nærri þriggja áratuga bil eftir seinna stríð sem stundum er kallað „gullöld kapítalismans“, þegar framleiðslan í Bandaríkjunum og V-Evrópu jókst hratt og kreppur voru viðráðanlegar. En frá og með 8. áratugnum hefur komið betur og betur í ljós að krepputilhneiging kapítalismans er óbreytt.

Karl Marx notaði drjúgan hluta ritsins Auðmagnið til að útskýra hvernig kreppur spretta af kjarna kerfisins. Þær eiga rót sína í því hvernig kapítalískt arðrán fer fram. Samkvæmt myndrænni lýsingu Marx er dagur launamannsins tvískiptur; Annars vegar er sá tími sem fer í að framleiða jafngildi launanna, og hins vegar sá tími sem fer í að framleiða gildisauka. Þann hluta reynir kapítalistinn að stækka sem mest því þar liggur gróðinn. Samkvæmt klassískri frjálshyggju á svo gróðinn að fara í nýja fjárfestingu sem skapar nýjan gróða og sá gróði á að vera meiri en gróðinn í fyrra skiptið.

En hér er hængur á. Markaðurinn, eftirspurnin, grundvallast á kaupgetu launafólks eins og áður kom fram. Ef gildisaukinn fer allur í nýja fjárfestingu og aukna framleiðslu, felur það í sér tilhneigingu til umframframleiðslu – offramleiðslukreppu með tilheyrandi verðfalli og samdrætti. Eftir að auðvaldið þróaðist yfir á einokunarstig, með mikilli samþjöppun valds og miklum ríkisafskiptum, komust menn upp á að hindra stjórnlausa offramleiðslu. Eftir það hefur kreppan fremur birst sem umframafköst í framleiðslukerfinu, þ.e.a.s. að framleiðslukerfið er ekki látið keyra á fullum afköstum til að hindra offramleiðslu og tilheyrandi verðfall. Vandinn er eftir sem áður sá að eftirspurnin er minni en framleiðslugetan.

2. Almenn kreppa auðvaldsins. Hvað á að gera við gróðann?

Hin eðlislæga krepputilhneiging leiðir af sér tvær birtingarmyndir kreppunnar. Í fyrsta lagi sífelldar hagsveiflur, þar sem skiptast á þensla og samdráttur, sem stundum verður að fullgildri kreppu. Í öðru lagi langtímatilhneiging til lækkandi gróðahlutfalls eftir því sem kapítalisminn þróast á hærra tæknistig. Afkastagetan umfram kaupgetu leiðir til þess að arðsömum fjárfestingarkostum á framleiðslusviðinu fækkar. Gróði einokunarhringanna er að vísu mikill en hvað á að gera við hann? Einokunarherrarnir eru því í vissum vandræðum sem fara vaxandi. Á undanförnum áratugum – einkum frá því um 1980 – hafa úrræði þeirra einkum verið þrenns konar. Ég ætla að fara yfir þessi úrræði og skoða svo hvort þau birtast hér á Íslandi líka eða ekki.

1. úrræði. Að éta gróðann. Nota hann á sjálfan sig. Af því arður eða gróði er eina markmið kapítalískra fjárfestinga, og þar sem arðvænar fjárfestingar sýnast ekki í boði er það, með orðalagi Bjarna Ármannssonar, „óábyrg meðferð fjármuna“ að fjárfesta gróðalaust svo þá er betra að nota gróðann á sjálfan sig. Við sjáum líka af þessu að sukk og spilling er bæði rökrétt hegðun og kerfislæg. Nýttu íslenskir fjárfestar þetta úrræði? Tvö nýyrði í íslensku – græðgisvæðing og ofurlaun – benda sterklega til að svo hafi verið.

2. úrræði. Að stækka markaðinn með því að leggja ný svið samfélagsins undir hann, breyta samfélagslegri þjónustu í vöruframleiðslu. Undir þetta fellur einkavæðing og markaðsvæðing þjónustu: einkavæðing bankaþjónustu, einkavæðing almenningssamgangna, einkavæðing símans, einkavæðing útvarps og sjónvarps og síðan einkavæðing skólakerfis og heilsugæslu og annarrar félagsþjónustu í áföngum. Þetta ferli er kennt við nýfrjálshyggju og hefur undanfarin 30 ár gengið fyrir sig skref fyrir skref í þróuðum auðvaldsríkjum undir vökulu auga og eftirliti svokallaðra „yfirþjóðlegra“ stofnana eins og Efnahags- og þróunarstofunar (OECD), Evrópusambandsins, GATT, Heimsviðskiptastofnunarinnar, Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Spurningin er hvort áhrifa þess arna hafi gætt á Íslandi. Rétti upp hönd hver sá sem ekki hefur orðið var við neitt slíkt hér heima.

3. úrræði. Fjármálavæðing, einnig nefnd verðbréfavæðing. Ef arðvænir fjárfestingakostir sjást ekki á framleiðslusviðinu eiga kapítalistarnir aðra möguleika. Þeir geta lagt gróðann inn í banka til ávöxtunar, t.d. ef bankavextir eru háir, eða í ríkisskuldabréf. En á síðustu áratugum hefur annar valkostur fyrir fjárfesta opnast og vaxið gífurlega: fjármálamarkaðurinn. Um framboðshliðina sjá bankar, fjárfestingabankar og vogunarsjóðir. Þeir buðu upp á fjármálaafurðir eins og útlánaáhættuafleiður, framvirka viðskiptasamninga, skuldavafninga og fleira í þeim dúr, sem stórlega örvaði alls konar veðlánaþjónuslu og spákaupmennsku. Þessi markaður bauð háa ávöxtun, enda lá leið fjármagnsins þangað í stöðugt stríðari straumi. Nú höfum við um skeið horft upp á hlutfallslegan samdrátt framleiðslu í þróuðum auðvaldslöndum þegar framleiðslan er flutt til landa þar sem laun og annar kostnaður eru lægri, og á móti hafa þróuðustu löndin gengið gegnum þessa verðbréfavæðingu. Þessi geiri hagkerfisins hefur þanist út að verulegu leyti óháð raunhagkerfinu – þ.e.a.s. framleiðslu og þjónustu – og lifir sínu sjálfstæða lífi á meðan framleiðslulífið sýnir afar hægan vöxt eða jafnvel stöðnun Fjármálavæðingin í kjarnalöndum kapítalismans er slík að hún hefur leitt af sér yfirdrottnun fjármálageirans í efnahagslífinu. Árið 2006 rann 40% af ágóða bandarískra fyrirtækja til fjármálageirans.

Hvað um Ísland? Það þurfti ekki að leita lengi að þessu fyrirbæri á Íslandi. Íslenskir ráðamenn boðuðu þá framtíðarsýn að Ísland yrði „alþjóðleg fjármálamiðstöð“, og mun ég ekki fjölyrða meira um það..

Fjármálavæðingin sýnir vel afætueðli síðkapítalismans. Hins vegar er mjög hæpið að kenna fjármálageiranum um núverandi samdrátt og kreppu efnahagslífsins. Það er að snúa hlutunum á haus. Vöxtur fjármálageirans er nefnilega afleiðing af almennri kreppu auðvaldsins og viðbrögð eignastéttarinnar við henni, ekki orsök hennar.

Tilvistargrundvöllur auðmagnsins er upphleðsla: fjárfesting – gróði – ný fjárfesting – stærri gróði. Almenn kreppa auðmagnsins stafar af misræminu á milli afkastagetu og kaupgetu á markaði. Vandi eignastéttarinnar er að finna nýja fjárfestingakosti í framleiðslu. Þau þrjú úrræði sem hér voru rakin eru útgönguleiðir úr þeim vanda. Hins vegar blasir það við að þessi úrræði hafa ekki leyst hina innbyggðu krepputilhneigingu kerfisins. Og alveg sérstaklega sýnist fjármálavæðingin vera illa til þess fallin. Ritstjóri Monthly Review, John Bellamy Foster, dregur saman grundvallaraðstæður kapítalismans. „Í stað raunverulegrar framþróunar virðist auðmagnið vera innilokað í endalausri hringrás stöðnunar og verðbréfasprenginga“.

Ég hef nú bara fjallað um hið almenna og dæmigerða í íslensku kreppunni, ekki um ýmsa þætti sem gera íslenska hrunið sérstætt. Hrunið hér var eins og menn vita nátengt íslensku útrásinni, sem var útrás og fjármálavæðing í senn. Íslenska útrásin var annars vegar dregin út úr íslensku framleiðslukerfi – arðurinn kreistur út úr íslenskri alþýðu og fluttur út – og hins vegar byggð á erlendum lánum. Menn fóru offari á vitlausum tíma og spilaborgin hrundi.

Sú hlið málanna er vissulega mikilvæg en samt hefur hún fengið allt of einhliða áherslu. VG og aðrir þeir sem lýsa kreppunni einkum sem séríslenskum hálfvitagangi og mislukkaðri efnahagsstefnu íhaldsins hindra skilning á kreppunni og stunda kattaþvott á auðvaldskerfinu

3. Viðbrögð auðvaldsins við núverandi kreppu

Kreppan er nú staðreynd. Hvernig bregst svo auðvaldið við? Jú, með því að þjóðnýta tapið. Með því að ráðast á íslenska alþýðu. Braskararnir velta á hana skuldum sínum með aðstoð ríkisvaldins.

„Í kreppunni nær arðránið hámarki. Farið er ofan í vasa almennings og arðinum af vinnu hans stolið til að borga sýndargróða undanfarinna ára, sem var í raun fyrirfram nýttur ránsfengur“, svo vitnað sé í grein eftir Einar Ólafsson.

Og rétt eins og markaðsvæðingin mikla fer nú þessi atlaga gegn alþýðunni fram með dyggri aðstoð og eftirliti frá hinna „yfirþjóðlegu stofnana“, AGS, ESB, OECD.

Það lendir alltaf á ríkinu að framkvæma þjðóðnýtingu tapsins. Eftir það sem á undan er gengið eru Sjálfstæðismenn illa fallnir til að framkvæma niðurskurð og kjararán. Það sást í Búsáhaldabyltingunni. Þá eru kratarnir kallaðir til enda hafa þeir oft reynst vel í slíkum handlangarastörfum.

Það er vissulega svo, að frjálshyggjan er nú ærulaus í augum íslensks almennings. En það breytir litlu um hegðunarmunstur auðvaldsins og hagsmunagæslu ríkisvaldsins. Það er eiginlega sjálfgefið að auðvaldið mun nota kreppuna til að herða enn meira á einkavæðingunni. Við sem komin erum af æskuskeiði munum samdráttarskeiðið 1992-95. Það var þá sem íslenska einkavæðingarherferðin komst á flug, og það var áreiðanlega ekki tilviljun. Bágur efnahagur ríkis og sveitarfélaga var rækilega notaður til að stuðla að einkavæðingu margra bæjarútgerða, einkavæðingu símans og nýju frjálsræði í regluverki og löggjöf um hlutabréfamarkaði og fjármálamarkaði.

Og núna, í yfirstandandi kreppu, sjáum við hvernig einkavæðingin fer af stað, í skjóli bágs efnahags hins opinbera. Sala Orkuveitu Suðurnesja er fyrsta dæmið og síðan afhending ríkisbankanna nýju til erlendra lánardrottna...  Reyndar er auðvaldið ekki haldið neinum hreintrúnaði hvað snertir formlegan eignarétt á atvinnutækjum. Við vissar aðstæður lítur það á aukin ríkisumsvif og jafnvel verulegan ríkiskapítalisma sem illa nauðsyn. Enda er lítil stoð í ríkisrekstri nema alþýðan rísi jafnframt upp sem mótafl í samfélaginu, nema hún gerist virkur gerandi í stjórnmálum, komi á gegnsæi, tryggi sér áhrifavald o.s.frv. En sem sagt: Þrýstingur til einkavæðingar mun að öllum líkindum aukast í kreppunni og sérstaklega er mikil hætta á að auðlindir okkar fari á brunaútsölu til erlendra auðhringa skv. áætlunum AGS.

Árásirnar á kjörin koma á færibandi. Umsamdar launahækkanir hafa verið afnumdar, og í tengslum við AGS-niðurskurðinn í opinbera geiranum horfum við fram á stórkostlegar árásir á kjör opinberra starfsmanna. Ráðherrarnir standa blóðugir upp að öxlum í niðurskurði, og þetta er bara byrjunin.

4. Viðbrögð alþýðu við kreppunni

Svo eru það viðbrögð alþýðu. Enn er fátt um varnir og ekki yfir miklu að gleðjast. ASÍ gaf í vetur eftir kauphækkanir án baráttu. Það var líka óefnilegt þegar fomaður BSRB tók að sér að framkvæma mesta niðurskurðinn í opinbera geiranum. Það var ekki til þess fallið að þétta varnarbaráttuna í samtökum launafólks.

Ljósir punktar eru þó til. Búsáhaldabyltingin sýndi alþýðu sem ekki ætlaði að beygja sig í duftið þegar á henni var troðið. Framhald þeirrar uppreisnar hefur vissulega valdið vonbrigðum. Þegar kratarnir tóku að sér að framkvæma árásirnar á alþýðuna – hrópandi um sviksemi íhaldsins – var eins og mótmælendur rugluðust í ríminu, og fóru heim. En barátta gegn einstökum árásum hefur vissulega haldið áfram. Hagsmunasamtök heimilanna hafa orðið að grasrótarhreyfingu sem hefur byggt upp góðan vísi að hreyfingu sem hefur haft áhrif. Ólga í verkalýðshreyfingunni hefur komið upp á yfirborðið þegar spilltir verkalýðsrekendur eru settir af með skít og skömm. Stjórnarkjör í VR er gott dæmi um það og ég held við sjáum merki um aukna almenna virkni í stéttarfélögum.

Kreppa er pólitískur skóli. Það er staðreynda að í kreppunni á 4. áratugnum jók íslensk alþýða mjög samtakamátt sinn, og verkalýðshreyfingin kom út úr henni sem sterkur gerandi í íslenskum stjórnmálum. Það verður að gerast aftur, en það gerist bara ef almennt launafólk lætur sér skiljast að það getur því aðeins varið sig með því að taka málin í eigin hendur og treysta samtök sín.

Og hvað gera róttæklingarnir í kreppunni? Þeir koma að engu gagni nema þeir geti tekið forustu í varnarbaráttu fóksins. Og fyrir hvaða framtíðarmarkmiði ætla þeir síðan að berjast? Gróðapungar og braskarar hafa nú gengið á vegg og liggja sumir í roti. Eigum við enga ósk umfram það að þeir komist sem fyrst á fætur aftur og fari að ráðslaga að nýju með atvinnu okkar og lífsbjörg, í krafti einkaeignar á framleiðslutækjum? Og allt verði eins og áður? Ætlum við að sveigja kröfur okkar og markmið inn undir þann ramma sem auðvaldsskipulagið setur? Eða viljum við annað þjóðskipulag?

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 21:00

5 identicon

Ég tek undir orð Vilhjálms, hvaða "frjálshyggjutilraun"? Í hverju fólst þessi "frjálshyggjutilraun"? Fólst hún í síhækkandi opinberum útgjöldum? Fólst hún í því þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur kepptust að því árum saman að gera Ísland að ofursósíaldemókratísku ríki? Ég myndi vilja biðja þig Jóhannes að hætta þessu rausi, því þú skilur ekki hugtakið frjálshyggja.

Sigga (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:12

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú hlýtur þá að geta sagt mér, Sigga litla, hvað skilnig ég á að leggja í hugtakið ,,frjálshyggja." Ég skil því miður ekki þá fullyrðingu að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafi keppst við að gera Ísland að ,,ofursósíaldemókratísku ríki. Þú gætir allt eins sagt mér að þorskur sé hreindýr, eða eitthvað annað ámóta gáfulegt. Síhækkandi opinber útgjöld þessara hættulegu stjórnmálaafla var einungis herkostnaðurinn við frjálshyggjuntilraunina - og þá var sjálfsagt að almenningur greiddi reikninginn.

Svo væri þér meir en hollt, að lesa greinina hans Þórarins hér fyrir ofan eins og tíu sinnum. Hún gæti auðveldað þér að öðlast örlítinn skilning á réttu samhengi hlutanna.

Jóhannes Ragnarsson, 9.11.2009 kl. 22:15

7 identicon

Þessi grein Þórarins er full af staðreyndavillum og það er ekki vitnað í eina einustu heimild til að færa sönnur á fullyrðingar í henni. Það vissulega vitnað í menn sem héldu fram sömu vitleysunni en enginn rök. Flott að vitna í Marx sem hélt að hann gæti séð fram í tíman, enginn maður í veraldarsögunni hefur haft eins rangt fyrir sér. Kreppur hafi fækkað eftir að Keynismi var tekinn upp, nei félagi þeim hefur fjölgað all verulega. Ríkiskreppurnar sem við höfum verið að glíma við undanfarin 80 ár eru fleiri og dýpri en kreppur fyrir þann tíma.

Hér er fyrirlestur sem kemur vel inn á þetta. Ég skora á þig að reyna að gagnrýna eitthvað í fyrirlestrinum. Ég skal meira að segja gangast í það persónulega að fá Peter Schiff til Íslands til að rökræða við þig um kreppur.

http://www.youtube.com/watch?v=EgMclXX5msc&feature=related

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 23:39

8 identicon

Vá, þessi Jóhannes er gjörsamlega búinn að missa það.

Pétur (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband