Skattgreiðendur eiga að fá að kjósa

Það er fráleitt af ríkistjórn Íslands að færa hundruði milljarða skuld einkafyrirtækis yfir á skattgreiðendur. Í versta falli ættu skattgreiðendur að fá að kjósa um það hvort þeir taka þessa byrgðar á sig eða ekki.
mbl.is „Hneyksli á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég kýs nei eins og flestir aðrir eða um 60-70% skv. könnunum.

Hef nóg annað að borga og nýjasta greiðslumat leiðir í ljós að ekki er á það bætandi!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2009 kl. 19:46

2 identicon

Þeir geta samþykkt þetta á þingi, en þá munu koma mótmæli og óeirðir og fella þessa "velferðar" ríkisstjórn dauðans.

geir (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 20:38

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og er Frjálshyggjufélagið á því að skattsvindlararnir í Sjálfstæðisflokknum eiga að fá að taka þátt í þessari kosningu?

Jóhannes Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 22:12

4 identicon

Það hefur reyndar komið í ljós að vinstrimenn eru líklegri til að svíkja undan skatti en hægrimenn.

Þá er spurning hvort landráðamenn og skattsvikarar í samfylkingunni eða umhverfishryðjuverkamenn í VG fái að kjósa.

Landið (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband