17.10.2009 | 10:29
Mannfjandsamlegt frumvarp
Það er engum blöðum um það að fletta að vandi íslenskra skuldara er ærinn. Fyrirtæki og einstaklingar berjast í bökkum á meðan ríkisstjórnin stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni.
Já, þangað til nú og því er nú verr og miður.
Frumvarp hæstvirts félagsmálaráðherra kann að vera byggt á hjartahlýju og náungakærleika; að koma þurfi í veg fyrir gjaldþrot og vandræði, en sá kærleikur og sú væntumþykja ráðherrans í garð skuldara gæti komið íslensku þjóðinni í koll.
Markaðurinn veðrur að hafa sinn gang. Fyrirtæki koma og fara og það versta sem stjórnmálamenn geta gert er að hafa áhrif á það gangkerfi og sér í lagi að taka ákvarðanir byggðar á tilfinningarlegum grunni.
Á markaði berjast fyrirtæki innbyrðis og þegar illa rekið fyrirtæki rambar á barmi gjaldþrots á ekki að bjarga því. Frá sjónarhóli samkeppnisaðilans sem sýndi aðhald og ráðdeild í rekstri er það beinlínis mannfjandsamleg ákvörðun af hálfu hins opinbera. Hvert er þá orðið hlutverk samkeppni ef björgunarhring ríkisvaldsins er kastað til allra þeirra fyrirtækja sem verða undir í samkeppninni?
Sé þessu fylgt, að öllum verði að bjarga, mun þjóðin sitja uppi með fjöldan allan af óhagkvæmum fyrirtækjum sem verður ekki til neins nema samdráttar í hagvexti.
Gæta verður jafnvægis í aðförum og innheimtu skulda. Ekki tjóir að þeir sem illa standi fái endalausa fresti, ívilnanir og linkennd við innheimtu á meðan þeir sem betur standa verða fyrir barðinu á aðgangshörku lánastofnana.
Slíkt ástand vekur eingöngu upp tortryggni og úlfúð í garð náungans.
Frumvarp um skuldir lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.