16.10.2009 | 14:27
Lögleiðum aftur kaup á vændi
Af þessari frétt að dæma hefur vændi færst æ meira undir yfirborðið og tengist nú frekar skipulagðri glæpastarfsemi en áður. Þetta er að miklu leyti afleiðing þess að banna með lögum kaup á vændi. Án efa hafa margar þeirra stúlkna sem stunda vændi leiðst út í það vegna einhvers konar bágra félagslegra aðstæðna, en við skyldum hins vegar ekki yfirfæra eigið siðferðismat á alla aðra. Vafalaust kjósa sumar konar (já og karlmenn líka) að bjóða upp á kynlífsþjónustu af fúsum og frjálsum vilja og eygja oft mikla hagnaðarvon. Sumir kaupendur slíkrar þjónustu fengju ef til vill ekki notið neins kynlífs ef ekki væri boðið upp á þjónustu af þessu tagi. Tilraunir til að stjórna lífi borgaranna eru dæmdar til að mistakast og geta snúist upp í margfalt verri martraðir - líkt og þessi frétt færir okkur sanninn um.
Götuvændi stundað í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Séu þessar vændiskonur fórnarlömb mansals hafa þær ekki leiðst út í það af fúsum og frjálsum vilja. Þær konur eygja ekki heldur hagnaðarvon, því þær eru þrælar án launa.
Guðrún Vala Elísdóttir, 16.10.2009 kl. 14:34
Guðrún Vala, þú hefur greinilega skoðanir á málinu en þær skoðanir eru ekkert nema bara skoðanir, ef þú hefur ekki persónulega stundað vændi þá veistu bara ekkert um hvað þú ert að tala.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:42
Þrældómur er mjög alvarlegt brot á grundvallaréttindum einstaklinga og það þarf að stöðva mannsal og þrældóm en ekki banna vændi. Það eru fjöldinn allur af einstaklingum sem hljóta alvarlega áverka af völdum hnífastungna á ári hverju það eitt og sér gefur okkur ekki ástæðu til að leggja bann við hnífum.
Þá verður að líta til þess að bannið hefur þær afleiðingar í för með sér að þeir sem stunda vændi hvort sem það er gert viljugt eða ekki eru settir í meiri hættu við bannið.
Landið (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:44
Hættið þessu bulli, strákkjánar.
Sigurður Þórðarson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 14:49
Það hefur bara einn strákur skirfað á þessa færslu og það er Ragnar, allt annað er skrifað af kvennfólki. Nema síðasta færsla þín Sigurður.
Landið (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:00
Það verður líka að koma fram að vændi var löggleg þegar aðilarnir voru 2 og einginn svokallaður PIMP. Það hlítur að færast í aukin að þeir séu notaðir af vændiskonum þar sem þær eru hvort sem er að gera eitthvað ólögglegt. Það er það sem ýttir líka undir það að skipulögð glæpasarfsemi myndist krýngum vændi. Þá er ég bara að tala um þá sem leiðast út í þetta af nauðsinn og að það sé mikið um það er sorgleglegt í sjálfu sér
Hjalti Björn (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 15:15
Sagan um hamingjusömu hóruna er svolítið eins og sagan af jólasveininum, rosalega falleg, en gengur ekki upp. Þó svo að til séu hamingjusamar hórur þá gerir það ekki vændi minna ógeðslegt.
Geir Guðbrandsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:16
Hvað er ógeðslegt við það að tveir einstaklingar stundi kynlíf saman? Ég ætla ekki að dæma það fólk sem kaupir eða selur kynlíf, sjálf stunda ég það ekki og kýs ekki að kaupa mér kynlíf en hvaða rétt gefur það mér að banna öðrum það. Ofbeldi á borð við mannsal, barsmíðar og aðra nauðung í kringum vændi þarf að stöðva og það er best gert með því að banna ekki vændi og hafa það á yfirborðinu.
Landið (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:26
Nú er fjöldinn allur af konum sem taka sér ríka menn fyrir eiginmenn - menn sem eru góðar fyrirvinnur og fjármagna mikla þörf konunnar fyrir neyslu. Er nokkuð eðlismunur á þessu og manni sem kaupir kynlífsþjónustu í eitt og eitt skipti í einu?
Þröstur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 20:17
Með því að banna vændi, kaup þess eða sölu þá færast allar tekjur af vændinu til glæpahópa. Tekjur vændiskonunnar skerðast algjörlega. Glæpaklíkan fær megnið af innkomunni.
Aðkoma þriðja aðila er það sem skapar glæpina og mansalið. Aðkomu þriðja aðila á því að banna. Bannað vændi þrífst nánast ekki nema með aðkomu þriðja aðila vegna hættu hlutaðeigandi á undercover aðgerðum lögreglu eða gjölmiðla. Þar sem vændi er bannað er því öruggast fyrir kaupanda vændis að nálgast vændiskonu í gegnum þriðja aðila til að forðast handtöku.
Sé vændi löglegt þá getur vændiskonan starfað frjálst í góðu starfsumhverfi (íbúð) og fengið alla innkomuna sjálf.
Ég er ekki að segja að við eigum að viðurkenna vændið sem slíkt í samfélaginu. Heldur á það að vera löglegt á þeim forsendum sem ég nefni að ofan. Síðan á að vera í gangi vinna í samfélaginu sem hefur það markmið að koma fólki út úr vændisstarfseminni. Að vera að refsa eða fangelsa fólk fyrir þennan breyskleika er algjörlega af og frá.
Eins og ég segi að í bönnuðu vændi þá mun fjárstreymi til glæpahópa aukast gríðarlega. Besta sönnunin um það er áfengisbannið í Ameríku. Það gerð Al Capone og félgaga að milljarðamæringum. Enginn gat keypt áfengi nema í gegnum þriðja aðila, sem var sjálfur Al Capone.
Þá getur fólk spurt sig hvort að það sé það sem við þurfum? Að glæpahópar hafi nóga peninga?
Logi (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 21:19
hmmm hefur þú persónulega stundað vændi Ragnar Örn - Ef ekki ertu þá ófær um að mynda þér skoðun á málinu? Nema náttúrulega að allir hér sem dásema þetta atvinnufrelsi séu reynsluboltar í ástundun vændis og eygja mikla hagnaðarvon....
Annars hélt ég að reynslan af hruninu hafi einmitt verið sú að óheft frelsi sé ekki sérlega snjöll hugmynd. Fjárstreymi til glæpahópa hafi einmitt stóraukist í regluleysinu. Það er semsé skynsamlegt að setja ákveðin höft á frelsið - vændisbann er dæmi um slíkt.
Hrafnkell Ásólfur (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 00:07
Hahaha. Af því að vændi var svo mikið "upp á yfirborðinu" fyrir lagabreytinguna! Hvílíkur kjánaskapur.
Páll Geir Bjarnason, 17.10.2009 kl. 01:22
Hrunið hafði ekkert með frelsi að gera Hrafnkell heldur akkurrat öfugt. Óeðlileg afskipti seðlabanka og ríkisvaldsins af markaðnum í formi peningaprentunar og ríkisábyrgða.
Páll þú opinberar þig reglulega hérna og þá á ekki svo góðan veg. Ef þú telur þig hafa eitthvað til málanna að leggja af hverju reynirðu ekki að færa einhver rök fyrir málin þínu.
Landið (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 03:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.